Óvinir internetsins 8. janúar 2014 14:38 Ísland skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta tvíhliða fríverslunarsamning við fullvalda ríki. Áður hafði Ísland gert slíka samninga við Færeyjar og Grænland. Sá samningur var gerður við Kína. Aðrir samningar hafa komið fyrir tilstilli Evrópusamstarfs. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í langan tíma farið fyrir þeim sem efla vilja tengsl Íslands við Kína. Hefur hann heimsótt Kína oftar en einu sinni á undanförnum árum og svo komið við í öðrum lýðræðisríkjum á leiðinni heim, t.a.m. Rússlandi. Eru heimsóknir þarlendra ráðamanna hingað orðnar svo tíðar, að þær þykja vart fréttnæmar nema fyrir sendinefndum þeirra fari einhver þeirra „allra stærstu.“ Uppgangur þar í landi og vinátta þjóðanna okkar hefur vakið athygli Harmageddon á stöðu mannréttinda þar í landi. Hún þykir ekki góð. Einn mælikvarði á slíka stöðu í ríkjum heims, er netfrelsi. Samtökin Reporters Without Borders, RWB halda úti vefsíðu þar óvinir internetsins eru listaðir. Á listanum eru Víetnam, Bahrein, Íran, Sýrland, og Kína. Í Kína eru eftirfarandi síður meðal þeirra sem bannaðar eru að öllu eða að einhverju leyti, eða voru bannaðar þar til nýlega: Facebook, YouTube, RWB, Amnesty International, Playboy, New York Times, NRK, The Guardian, Flickr, IMDb, Google Docs, ABC, NBC, PBS, CBS, NPR, Radio Canada, Reuters, Google Drive, AltaVista, Dropbox, Wikileaks, TIME, Wikipedia, Soundhound, LA Times, Twitter, Yahoo, Wordpress, Amazon Japan, Vimeo, Scribd, S.Þ. og NASA. Að auki eiga vefsvæði ýmissa bandarískra háskóla heima á þessum lista, t.d. MIT, Columbia og Stanford. Listinn er alls ekki tæmandi.Skjáskot frá greatwallofchina.orgForseti Íslands þarf þó ekki að örvænta, því skv. vefsíðunni greatfirewallofchina.org geta óbreyttir Kínverjar enn skoðað vefsíðu hans, óhindrað og ótakmarkað. Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Átökin verði staðbundin ef til þeirra kemur Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon
Ísland skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta tvíhliða fríverslunarsamning við fullvalda ríki. Áður hafði Ísland gert slíka samninga við Færeyjar og Grænland. Sá samningur var gerður við Kína. Aðrir samningar hafa komið fyrir tilstilli Evrópusamstarfs. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í langan tíma farið fyrir þeim sem efla vilja tengsl Íslands við Kína. Hefur hann heimsótt Kína oftar en einu sinni á undanförnum árum og svo komið við í öðrum lýðræðisríkjum á leiðinni heim, t.a.m. Rússlandi. Eru heimsóknir þarlendra ráðamanna hingað orðnar svo tíðar, að þær þykja vart fréttnæmar nema fyrir sendinefndum þeirra fari einhver þeirra „allra stærstu.“ Uppgangur þar í landi og vinátta þjóðanna okkar hefur vakið athygli Harmageddon á stöðu mannréttinda þar í landi. Hún þykir ekki góð. Einn mælikvarði á slíka stöðu í ríkjum heims, er netfrelsi. Samtökin Reporters Without Borders, RWB halda úti vefsíðu þar óvinir internetsins eru listaðir. Á listanum eru Víetnam, Bahrein, Íran, Sýrland, og Kína. Í Kína eru eftirfarandi síður meðal þeirra sem bannaðar eru að öllu eða að einhverju leyti, eða voru bannaðar þar til nýlega: Facebook, YouTube, RWB, Amnesty International, Playboy, New York Times, NRK, The Guardian, Flickr, IMDb, Google Docs, ABC, NBC, PBS, CBS, NPR, Radio Canada, Reuters, Google Drive, AltaVista, Dropbox, Wikileaks, TIME, Wikipedia, Soundhound, LA Times, Twitter, Yahoo, Wordpress, Amazon Japan, Vimeo, Scribd, S.Þ. og NASA. Að auki eiga vefsvæði ýmissa bandarískra háskóla heima á þessum lista, t.d. MIT, Columbia og Stanford. Listinn er alls ekki tæmandi.Skjáskot frá greatwallofchina.orgForseti Íslands þarf þó ekki að örvænta, því skv. vefsíðunni greatfirewallofchina.org geta óbreyttir Kínverjar enn skoðað vefsíðu hans, óhindrað og ótakmarkað.
Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Sannleikurinn: Um vegi, hraun og auðmenn Harmageddon Metallica í Heimsmetabók Guinness Harmageddon Átökin verði staðbundin ef til þeirra kemur Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon