Mexíkó fjórði stærsti bílaútflytjandi heims Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 10:45 Bíll settur saman í Mexíkó. Trevor Snapp Photography Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent
Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent