Ferðaþjónusta víkur verði af laxeldi í sjó Svavar Hávarðsson skrifar 9. janúar 2014 16:46 Við Hvannadalsá. Mynd/Lax-á Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist. Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist.
Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira