Ferðaþjónusta víkur verði af laxeldi í sjó Svavar Hávarðsson skrifar 9. janúar 2014 16:46 Við Hvannadalsá. Mynd/Lax-á Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist. Fréttaskýringar Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist.
Fréttaskýringar Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira