Langaði ekkert til að drekka og djamma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2013 13:45 Gylfi Þór er uppalinn hjá FH en skipti á táningsaldri yfir í Breiðablik þar sem aðstaða til æfinga yfir vetrartímann var betri. Fréttablaðið/Arnþór Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi. Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira