Langaði ekkert til að drekka og djamma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2013 13:45 Gylfi Þór er uppalinn hjá FH en skipti á táningsaldri yfir í Breiðablik þar sem aðstaða til æfinga yfir vetrartímann var betri. Fréttablaðið/Arnþór Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira