Litir og form í fyrirrúmi á sýningu í i8 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. desember 2013 10:00 Verk þeirra Þórs, Camillu og Sergio eru hvert öðru litskrúðugra þótt nálgun listamannanna sé gerólík. Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira