Dagný: Ég tek örugglega ekki ákvörðun fyrr en í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:00 Dagný Brynjarsdóttir ásamt Sólveigu Þórarinsdóttur og Svala Helgadóttur, sjúkraþjálfurum landsliðsins. Mynd/ÓskarÓ „Þetta verður tíunda ár þjálfarans með liðið og í fyrsta skipti sem útlendingur verður fyrirliði,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður og nemi við Florida State-háskólann. Dagný er á sínu þriðja ári við skólann en knattspyrnutímabilinu lauk í síðustu viku. Florida State fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem gullmark í framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Daginn eftir var tilkynnt að Sunnlendingurinn yrði fyrirliði liðsins á næsta tímabili. Liðið hafði komist í undanúrslit undanfarin ár en ekki tekist að komast yfir þá hindrun. Það tókst núna þrátt fyrir að byggja hafi þurft upp nýtt lið að vissu leyti því margir lykilmenn útskrifuðust. „Á næsta ári ættum við að vera með reynslumesta liðið af þeim sem ég hef verið í,“ segir Dagný sem þá verður á lokaári sínu. Aðeins tveir mikilvægir leikmenn útskrifist í vor og því verði minni breytingar en oft áður. Dagný er komin heim í jólafrí og var önnum kafin við að passa tvo unga frændur sína þegar blaðamaður heyrði í henni í gær. Hún er enn óviss um hvar hún spili næsta sumar en undanfarin ár hefur hún spilað með Val. „Ég er búin að segja þjálfaranum mínum að ég fari ekki til Japan,“ segir Dagný sem hvött var til þess að fara í akademíu til Asíu næsta sumar. Nú vilji hann að hún spili með Pali Blues í Los Angeles í sumardeildinni vestanhafs. Þá hafa lið á Íslandi sett sig í samband við Dagnýju. „Ég tek örugglega ekki ákvörðun fyrr en í janúar,“ segir Dagný. Hún vill fara yfir málin með þjálfara sínum hjá Florida State áður en ákvörðun verður tekin. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
„Þetta verður tíunda ár þjálfarans með liðið og í fyrsta skipti sem útlendingur verður fyrirliði,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður og nemi við Florida State-háskólann. Dagný er á sínu þriðja ári við skólann en knattspyrnutímabilinu lauk í síðustu viku. Florida State fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem gullmark í framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Daginn eftir var tilkynnt að Sunnlendingurinn yrði fyrirliði liðsins á næsta tímabili. Liðið hafði komist í undanúrslit undanfarin ár en ekki tekist að komast yfir þá hindrun. Það tókst núna þrátt fyrir að byggja hafi þurft upp nýtt lið að vissu leyti því margir lykilmenn útskrifuðust. „Á næsta ári ættum við að vera með reynslumesta liðið af þeim sem ég hef verið í,“ segir Dagný sem þá verður á lokaári sínu. Aðeins tveir mikilvægir leikmenn útskrifist í vor og því verði minni breytingar en oft áður. Dagný er komin heim í jólafrí og var önnum kafin við að passa tvo unga frændur sína þegar blaðamaður heyrði í henni í gær. Hún er enn óviss um hvar hún spili næsta sumar en undanfarin ár hefur hún spilað með Val. „Ég er búin að segja þjálfaranum mínum að ég fari ekki til Japan,“ segir Dagný sem hvött var til þess að fara í akademíu til Asíu næsta sumar. Nú vilji hann að hún spili með Pali Blues í Los Angeles í sumardeildinni vestanhafs. Þá hafa lið á Íslandi sett sig í samband við Dagnýju. „Ég tek örugglega ekki ákvörðun fyrr en í janúar,“ segir Dagný. Hún vill fara yfir málin með þjálfara sínum hjá Florida State áður en ákvörðun verður tekin.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira