Meira en bara vampýrusaga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. desember 2013 11:00 Þorsteinn Mar segir enga af öllum þeim bíómyndum sem gerðar hafa verið um Drakúla komast í hálfkvisti við söguna sjálfa. Fréttablaðið/Valli Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“ Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“
Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira