Þetta er svekkjandi fyrir alla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Ágúst vildi ná Playstation 4 inn fyrir jólin. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson „Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin. Leikjavísir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
„Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin.
Leikjavísir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira