Þetta er svekkjandi fyrir alla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Ágúst vildi ná Playstation 4 inn fyrir jólin. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson „Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin. Leikjavísir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Okkur finnst rosalega svekkjandi, við vildum ná tölvunni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Geimstöðvarinnar og Skífunnar um þá ákvörðun stjórnarmanna Sony í Evrópu að nýja Playstation 4 tölvan komi til Íslands þann 29. janúar næstkomandi. „Ég hef mikla samúð með Senu [umboðsaðila Playstation á Íslandi], allir vilja ná jólatraffíkinni. Við verðum að horfa á þetta í stærra samhengi, Ísland er lítill markaður og þessi ákvörðun er byggð á stærð markaðssvæða,“ bætir Ágúst við. Vélarnar eru komnar í sölu í Bandaríkjunum og koma í verslanir víða í Evrópu í vikunni. Hann segist búast við því að einhverjir munu ná sér í tölvur erlendis frá. „Það eru alltaf einhverjir sem fá vélar, einhverjir sem panta sér eða fara sjálfir út.“ Ágúst varar við því að kaupa vélar frá Bandaríkjunum. „Við höfum séð einhverja lenda í vandræðum með vélar sem þeir kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk ætlar á annað borð að kaupa sér vélar erlendis er öruggara að gera það í Evrópu, þó svo að við mælum sterklega með því að fólk kaupi þær á Íslandi þegar þær koma, það er öruggast, sérstaklega með ábyrgð og fleira slíkt að gera,“ segir Ágúst. Hann segir ákvörðun ráðamanna Sony þó ekki vera alslæma fyrir Íslendinga. „Við höfum heyrt af einhverjum bilunum í fyrstu sendingum í Bandaríkjunum, eins og gengur og gerist. Öll þessi vandamál ættu að vera á bak og burt þegar vélarnar fara í sölu á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst við því að sýningareintak komi í Geimstöðina í Smáralind í desemberbyrjun og að Playstation 4 leikir verði til sölu fyrir jólin.
Leikjavísir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira