Yndislegir eins og ferð til himnaríkis Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 13:00 "Ég hvet sem flesta til að koma inn í þennan töfraheim,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir um tónleikana á morgun. „Við erum að styrkja geðgjörgæslusvið Landspítalans og ég lofa að þetta verða yndislegir tónleikar. Bara eins og ferð til himnaríkis,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar Ísland – sem heldur árlega tónleika á morgun, sunnudag. Umgjörðin er hátíðleg, sjálf kaþólska kirkjan á Landakotstúni og á efnisskrá verða meðal annars verk eftir Bach, Elgar, Handel, Mozart, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns og Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Kristján Jóhannsson og Elsa Waage sem bæði hafa fagrar raddir og yndislega framkomu og syngja sitt í hvoru lagi og saman að sögn Sigríðar. Ekki spillir Hamrahlíðarkórinn stemningunni, hann kemur fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Antonia Hevesi, sem leikur á orgel, leggja líka sitt af mörkum að ógleymdri Guðnýju Guðmundsdóttur sem hefur um árabil verið einn fremsti fiðluleikari þjóðarinnar og kemur fram með sveit af afburðanemendum. „Þetta unga fólk á örugglega eftir að vinna í alþjóðlegum keppnum og gegna mikilvægum stöðum, bæði hér heima og erlendis í framtíðinni,“ spáir Sigríður sem tekur fram að allir listamennirnir gefi vinnu sína til aðstoðar þeim veikustu á geðdeild Landspítalans. Sigríður segir margt fólk mæta reglulega á Caritasar tónleika, bæði til að njóta fagurra lista og leggja góðu málefni lið. „Fyrir marga marka eru tónleikarnir upphafið að aðventunni,“ segir hún. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi þar sem flutt verður tónlist allt frá endurreisnartímanum til dagsins í dag. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum að styrkja geðgjörgæslusvið Landspítalans og ég lofa að þetta verða yndislegir tónleikar. Bara eins og ferð til himnaríkis,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar Ísland – sem heldur árlega tónleika á morgun, sunnudag. Umgjörðin er hátíðleg, sjálf kaþólska kirkjan á Landakotstúni og á efnisskrá verða meðal annars verk eftir Bach, Elgar, Handel, Mozart, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns og Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Kristján Jóhannsson og Elsa Waage sem bæði hafa fagrar raddir og yndislega framkomu og syngja sitt í hvoru lagi og saman að sögn Sigríðar. Ekki spillir Hamrahlíðarkórinn stemningunni, hann kemur fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Antonia Hevesi, sem leikur á orgel, leggja líka sitt af mörkum að ógleymdri Guðnýju Guðmundsdóttur sem hefur um árabil verið einn fremsti fiðluleikari þjóðarinnar og kemur fram með sveit af afburðanemendum. „Þetta unga fólk á örugglega eftir að vinna í alþjóðlegum keppnum og gegna mikilvægum stöðum, bæði hér heima og erlendis í framtíðinni,“ spáir Sigríður sem tekur fram að allir listamennirnir gefi vinnu sína til aðstoðar þeim veikustu á geðdeild Landspítalans. Sigríður segir margt fólk mæta reglulega á Caritasar tónleika, bæði til að njóta fagurra lista og leggja góðu málefni lið. „Fyrir marga marka eru tónleikarnir upphafið að aðventunni,“ segir hún. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi þar sem flutt verður tónlist allt frá endurreisnartímanum til dagsins í dag.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira