Quiz Up vinsælast í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skrifstofa Plain Vanilla. Starfsfólk undirbýr aukið álag á netþjóna eftir velgengni QuizUp. fréttablaðið/daníel „Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“ Leikjavísir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“
Leikjavísir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira