Of þungri vél brotlent við sumarhús Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2013 07:00 "Flugvélin rann eftir hryggnum, kastaðist yfir veg og hafnaði loks á grasbala við sumarbústað, um 70 metrum frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður,“ segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mynd/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira