Á rennandi blautum ullarsokkunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 13:00 Flest stærstu fyrirtæki landsins nýttu sér þjónustu Rafskinnu, enda nutu auglýsingasýningarnar gríðarlegra vinsælda. Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífið um miðbi k síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð auglýsingar flettast sjálfkrafa í þessari rafknúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í einhverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í tilefni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífið um miðbi k síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð auglýsingar flettast sjálfkrafa í þessari rafknúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í einhverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í tilefni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira