Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2013 11:00 Jón Hallur heldur áfram útleggingum sínum á merkingu tákna á bautasteini Borgesar á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges. „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birtist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslandsvinarins, rithöfundarins og ljóðskáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggjunum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynnir verður Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borges-seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges. „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birtist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslandsvinarins, rithöfundarins og ljóðskáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggjunum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynnir verður Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borges-seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira