Íslenski boltinn

Hannes fann sér lið til að æfa með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er í sérstakri stöðu ásamt varamarkverði sínum Gunnleifi Gunnleifssyni. Ólíkt því sem gildir um aðra leikmenn íslenska liðsins þá er tímabilið búið hjá þeim tveimur en enn eru 24 dagar í fyrri umspilsleikinn á móti Króatíu.

„Við erum búnir að teikna upp ákveðið fyrirkomulag. Ég fer út í næstu viku og æfi með liði í Skandinavíu. Ég verð þar við frábærar aðstæður og get æft eins og ég vil án þess að þurfa að pæla í einhverjum leikjum. Ég hugsa bara um það að koma til baka í sem bestu standi,“ sagði Hannes við Arnar Björnsson á Stöð 2 í gær.

„Í þessari viku verð ég síðan með Gumma Hreiðars og Gunnleifi og við höldum okkur við með okkar aðferðum. Þegar ég kem til baka frá þessu liði verður stutt í að landsliðið verði kallað saman. Þetta verður í góðu lagi,“ bætti Hannes við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×