Hefur ekki reynt sambönd á eigin skinni Kjartan Guðmundsson skrifar 19. október 2013 09:00 Saumur var upphaflega útskriftarverkefni Ríkharðs Hjartars úr LHÍ en verður nú flutt í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar. Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar.
Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira