Mikilvægasta verkefnið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. október 2013 06:00 Núverandi ríkisstjórn virðist átta sig betur á því en sú síðasta hvert er verkefni ríkisvaldsins númer eitt; að tryggja öryggi borgaranna. Jafnmikilvægt og til dæmis heilbrigðis- og menntakerfið er, verður sú þjónusta sem þar er veitt lítils virði ef fólk nýtur ekki öryggis í sínu daglega lífi, um líf sitt og limi og eignir sínar. Að tryggja skilvirka löggæzlu og réttarkerfi er fyrsta skylda ríkisins gagnvart borgurunum og forsenda þess að það geti uppfyllt ýmsar aðrar skyldur sínar. Í fjárlagafrumvarpinu er boðað að snúið verði af braut niðurskurðar hjá lögreglunni. Hálfur milljarður króna á að fara til eflingar löggæzlu og auk þess sérstök framlög til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og rannsaka kynferðisbrot, ekki sízt gegn börnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún útlistaði þessi áform og boðaði að lögreglumönnum yrði fjölgað strax í byrjun næsta árs, þannig að almenningur yrði var við aukna löggæzlu. Það skiptir máli, því að kannanir hafa sýnt að almenningur upplifir það svo að dregið hafi úr eftirliti lögreglunnar. Sem er ekki að furða; lögreglumönnum hefur fækkað verulega eftir hrun, fjárveitingar dregizt saman og dregið úr akstri lögreglubíla um meira en þriðjung. Það skiptir máli að snúa af þessari braut. Hanna Birna skrifar í grein sinni: „Það er sérstaklega brýnt að efla löggæsluna með fjölgun lögreglumanna, en einnig þurfum við að flýta rannsókn mála, huga vel að útbúnaði lögreglunnar og tryggja öryggi lögreglumanna.“ Þetta er auðvitað rétt hjá ráðherranum, en hvaða leiðir ætlar hún að fara að því markmiði að tryggja öryggi lögreglumanna? Ætlar hún til dæmis að verða við ítrekuðum óskum lögreglumanna og samtaka þeirra um að þeir fái rafbyssur sér til varnar ef þeir eiga í höggi við sérlega ofbeldisfulla andstæðinga? Kemur til greina að vopna lögregluna frekar en orðið er? Það er heldur ekki nóg að fjölga lögreglumönnum og láta þá hafa betri tæki. Ráðherrann þarf að ganga lengra en fyrri dómsmála- og innanríkisráðherrar hafa gert í að tryggja lögreglunni sömu rannsóknarheimildir og lögregluyfirvöld í nágrannalöndum okkar njóta, ekki sízt þegar hún á í höggi við skipulagða glæpahringi. Þær heimildir þurfa, rétt eins og í nágrannalöndunum, að vera háðar ströngu eftirliti þings og dómstóla, en það dregur úr öryggi jafnt á Íslandi og í nágrannaríkjunum að ekki sé hægt að hafa jafnöflugt eftirlit með alþjóðlegum glæpahringjum á Íslandi og í löndunum þar sem þeir starfa líka. Það eru því fleiri ákvarðanir fram undan varðandi eflingu löggæzlunnar en bara um aukin framlög til hennar. Í þessu efni er ríkisstjórnin hins vegar á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Núverandi ríkisstjórn virðist átta sig betur á því en sú síðasta hvert er verkefni ríkisvaldsins númer eitt; að tryggja öryggi borgaranna. Jafnmikilvægt og til dæmis heilbrigðis- og menntakerfið er, verður sú þjónusta sem þar er veitt lítils virði ef fólk nýtur ekki öryggis í sínu daglega lífi, um líf sitt og limi og eignir sínar. Að tryggja skilvirka löggæzlu og réttarkerfi er fyrsta skylda ríkisins gagnvart borgurunum og forsenda þess að það geti uppfyllt ýmsar aðrar skyldur sínar. Í fjárlagafrumvarpinu er boðað að snúið verði af braut niðurskurðar hjá lögreglunni. Hálfur milljarður króna á að fara til eflingar löggæzlu og auk þess sérstök framlög til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og rannsaka kynferðisbrot, ekki sízt gegn börnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún útlistaði þessi áform og boðaði að lögreglumönnum yrði fjölgað strax í byrjun næsta árs, þannig að almenningur yrði var við aukna löggæzlu. Það skiptir máli, því að kannanir hafa sýnt að almenningur upplifir það svo að dregið hafi úr eftirliti lögreglunnar. Sem er ekki að furða; lögreglumönnum hefur fækkað verulega eftir hrun, fjárveitingar dregizt saman og dregið úr akstri lögreglubíla um meira en þriðjung. Það skiptir máli að snúa af þessari braut. Hanna Birna skrifar í grein sinni: „Það er sérstaklega brýnt að efla löggæsluna með fjölgun lögreglumanna, en einnig þurfum við að flýta rannsókn mála, huga vel að útbúnaði lögreglunnar og tryggja öryggi lögreglumanna.“ Þetta er auðvitað rétt hjá ráðherranum, en hvaða leiðir ætlar hún að fara að því markmiði að tryggja öryggi lögreglumanna? Ætlar hún til dæmis að verða við ítrekuðum óskum lögreglumanna og samtaka þeirra um að þeir fái rafbyssur sér til varnar ef þeir eiga í höggi við sérlega ofbeldisfulla andstæðinga? Kemur til greina að vopna lögregluna frekar en orðið er? Það er heldur ekki nóg að fjölga lögreglumönnum og láta þá hafa betri tæki. Ráðherrann þarf að ganga lengra en fyrri dómsmála- og innanríkisráðherrar hafa gert í að tryggja lögreglunni sömu rannsóknarheimildir og lögregluyfirvöld í nágrannalöndum okkar njóta, ekki sízt þegar hún á í höggi við skipulagða glæpahringi. Þær heimildir þurfa, rétt eins og í nágrannalöndunum, að vera háðar ströngu eftirliti þings og dómstóla, en það dregur úr öryggi jafnt á Íslandi og í nágrannaríkjunum að ekki sé hægt að hafa jafnöflugt eftirlit með alþjóðlegum glæpahringjum á Íslandi og í löndunum þar sem þeir starfa líka. Það eru því fleiri ákvarðanir fram undan varðandi eflingu löggæzlunnar en bara um aukin framlög til hennar. Í þessu efni er ríkisstjórnin hins vegar á réttri leið.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun