Lauk tveggja ára herskyldu Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2013 11:00 Shani Boianjiu skrifaði bókina Fólkið frá Öndverðu óttast ekki. AFP/NordicPhotos AFP/NordicPhotos Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér líkindum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöðuga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki heldur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólkinu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér líkindum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöðuga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki heldur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólkinu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira