Ætlar að láta vera í bili að fá eiginmanninn í þjálfarastarfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 07:00 Harpa og Björn Daníel spiluðu bæði með uppeldisfélögum sínum í sumar. Fréttablaðið/Valli Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson á lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðjumaðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verðlaununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dalaði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ingurinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslandsmeistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH-ingum áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldur samkvæmt því sem hann hélt fram við blaðamann á léttu nótunum í gær. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn 23 ára sem samdi við norska félagið Viking í sumar. Jón Daði Böðvarsson leikur með Viking líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrirliði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirritun samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þremur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flugvöllinn,“ sagði Björn Daníel léttur. Hann heldur utan í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Mikil eftirsjá af Þorláki ÁrnaHarpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í sumar.Mynd/Daníel„Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auðvitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bikarnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knattspyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhannes Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiðabliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu atkvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira