iTunes og epli Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. september 2013 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt athyglisverða ræðu á norrænni ráðstefnu um varnir gegn brotum á höfundarrétti, sem haldin var í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Ráðherrann ræddi þar meðal annars það mikla tjón sem stuldur á hugverkum á internetinu veldur hinum skapandi greinum. Hann lýsti miklum áhyggjum sínum af því að virðing ungs fólks fyrir höfundarrétti hefði farið svo þverrandi að heilar kynslóðir hefðu vaxið úr grasi án þess að borga nokkurn tímann fyrir tónlistina sem þær hlustuðu á og horfðu á bíómyndir sem hlaðið hefði verið niður á netinu. Illugi boðaði vitundarvakningu á vegum menntamálaráðuneytisins, sem á að vekja ungt fólk til umhugsunar um efnahagslegt mikilvægi höfundarréttar. Hann ætlar að opna vefsvæði í þessu skyni og tala við unga fólkið á máli sem það skilur. Þetta er að sjálfsögðu hið bezta mál, en hætt við að ráðherranum verði lítið ágengt í þessu verkefni nema hann fái foreldra í landinu í lið með sér. Það er á ábyrgð hvers og eins að útskýra fyrir netvæddum unglingum að maður tekur ekki bara hugverk annarra án þess að borga þótt þau liggi á netinu fyrir allra augum. Ekki frekar en maður stingur inn á sig epli í búðinni þótt enginn sjái. Menntamálaráðherrann benti síðan á hina hliðina á málinu, sem er að framleiðendur og rétthafar tónlistar og myndefnis hafa ekki gert nóg af því að gera efnið aðgengilegt á netinu með löglegum hætti. Að sumu leyti er þar við ramman reip að draga á okkar litla íslenzka markaði, því að sumir risarnir á markaðnum, á borð við Netflix og iTunes, hafa ekki áform um að bjóða efni sitt á Íslandi. Þeir sem nálgast efni frá þessum veitum eru því áfram að brjóta lögin. Innlendar síður á borð við Tónlist.is og útlendar veitur eins og Spotify hafa hins vegar sitt á þurru og bjóða upp á löglega leið til að nálgast vinsælt efni. Illugi talaði um endurskoðun höfundarréttarlöggjafarinnar hér á landi, sem er brýn. Hert hefur verið á viðurlögum við brotum á höfundarrétti og lögreglu veittar heimildir til að safna upplýsingum um þá sem nálgast efni með ólöglegum hætti. Ráðherrann orðaði það þannig að réttarúrræði í þágu rétthafa ættu að vera skjót, skilvirk og hafa fyrirbyggjandi áhrif. Það á auðvitað að vera þannig, því að það er rétt sem Illugi Gunnarsson segir að hver dagur sem menn komast upp með að stela t.d. kvikmynd eða tónlist á netinu getur valdið þeim sem sköpuðu hugverkið gríðarlegu tjóni. Vandinn er hins vegar sá að lögreglan og aðrar stofnanir hér á landi sem eiga að taka á brotum af þessu tagi eru grútmáttlausar. Brotastarfsemi á borð við þá sem fer fram á síðunni deildu.net fer fram óáreitt og án þess að stjórnvöld telji sig geta gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. Á norrænu ráðstefnunni kom fram að lögregluyfirvöld í hinum norrænu ríkjunum veita þessum máli talsverða athygli og leitast við að skipuleggja sig þannig að þau geti upprætt sjóræningjastarfsemi á netinu. Íslenzka lögreglan getur greinilega ýmislegt lært af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt athyglisverða ræðu á norrænni ráðstefnu um varnir gegn brotum á höfundarrétti, sem haldin var í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Ráðherrann ræddi þar meðal annars það mikla tjón sem stuldur á hugverkum á internetinu veldur hinum skapandi greinum. Hann lýsti miklum áhyggjum sínum af því að virðing ungs fólks fyrir höfundarrétti hefði farið svo þverrandi að heilar kynslóðir hefðu vaxið úr grasi án þess að borga nokkurn tímann fyrir tónlistina sem þær hlustuðu á og horfðu á bíómyndir sem hlaðið hefði verið niður á netinu. Illugi boðaði vitundarvakningu á vegum menntamálaráðuneytisins, sem á að vekja ungt fólk til umhugsunar um efnahagslegt mikilvægi höfundarréttar. Hann ætlar að opna vefsvæði í þessu skyni og tala við unga fólkið á máli sem það skilur. Þetta er að sjálfsögðu hið bezta mál, en hætt við að ráðherranum verði lítið ágengt í þessu verkefni nema hann fái foreldra í landinu í lið með sér. Það er á ábyrgð hvers og eins að útskýra fyrir netvæddum unglingum að maður tekur ekki bara hugverk annarra án þess að borga þótt þau liggi á netinu fyrir allra augum. Ekki frekar en maður stingur inn á sig epli í búðinni þótt enginn sjái. Menntamálaráðherrann benti síðan á hina hliðina á málinu, sem er að framleiðendur og rétthafar tónlistar og myndefnis hafa ekki gert nóg af því að gera efnið aðgengilegt á netinu með löglegum hætti. Að sumu leyti er þar við ramman reip að draga á okkar litla íslenzka markaði, því að sumir risarnir á markaðnum, á borð við Netflix og iTunes, hafa ekki áform um að bjóða efni sitt á Íslandi. Þeir sem nálgast efni frá þessum veitum eru því áfram að brjóta lögin. Innlendar síður á borð við Tónlist.is og útlendar veitur eins og Spotify hafa hins vegar sitt á þurru og bjóða upp á löglega leið til að nálgast vinsælt efni. Illugi talaði um endurskoðun höfundarréttarlöggjafarinnar hér á landi, sem er brýn. Hert hefur verið á viðurlögum við brotum á höfundarrétti og lögreglu veittar heimildir til að safna upplýsingum um þá sem nálgast efni með ólöglegum hætti. Ráðherrann orðaði það þannig að réttarúrræði í þágu rétthafa ættu að vera skjót, skilvirk og hafa fyrirbyggjandi áhrif. Það á auðvitað að vera þannig, því að það er rétt sem Illugi Gunnarsson segir að hver dagur sem menn komast upp með að stela t.d. kvikmynd eða tónlist á netinu getur valdið þeim sem sköpuðu hugverkið gríðarlegu tjóni. Vandinn er hins vegar sá að lögreglan og aðrar stofnanir hér á landi sem eiga að taka á brotum af þessu tagi eru grútmáttlausar. Brotastarfsemi á borð við þá sem fer fram á síðunni deildu.net fer fram óáreitt og án þess að stjórnvöld telji sig geta gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. Á norrænu ráðstefnunni kom fram að lögregluyfirvöld í hinum norrænu ríkjunum veita þessum máli talsverða athygli og leitast við að skipuleggja sig þannig að þau geti upprætt sjóræningjastarfsemi á netinu. Íslenzka lögreglan getur greinilega ýmislegt lært af þeim.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun