„Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. september 2013 07:00 Ragnar að störfum á málaraverkstæði Borgarleikhússins. Myndlist verksins er máluð á striga. Stærstu strigarnir eru um 160 fermetrar og byggir hver sena á nokkrum lögum af slíkum strigum. Mynd/Lilja Gunnarsdóttir Mynd- og gjörningalistamaðurinn Ragnar Kjartansson ásamt tónlistarmanninum Kjartani Sveinssyni setja upp verkið Der Klang der Offenbarung des Göttlichen í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Verkið verður frumsýnt í febrúar á næsta ári. „Þetta er um það bil sextíu mínútna verk,“ segir Ragnar um sýninguna. „Það gerist ekki neitt í þessu verki,“ heldur hann áfram. „Þetta er meira svona eins og hugleiðing um fegurðina og einveruna. Og kannski um leikhúsið og yfirborðskennd þess,“ útskýrir Ragnar. Ragnar hefur ásamt samstarfsfólki sínu eytt sumrinu í að mála sviðsmyndir sem verða hluti af sýningunni. Þá semur Kjartan Sveinsson tónlist fyrir verkið. „Þetta verður eins konar ópera án orða,“ segir Ragnar. Verkið er unnið fyrir Volksbühne leikhúsið í Berlín í samstarfi við Borgarleikhúsið í Reykjavik en verkið verður sett upp í Borgarleikhúsinu í tengslum við Listahátíð í Reykjavik í maí 2014. Volksbühne-leikhúsið í Berlín hefur verið undir stjórn Franks Castorf síðan árið 1992. Leikhúsið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir uppsetningar sínar. Húsið hefur einnig hlotið mikla athygli fjölmiðla og búið sér orðspor sem eitt framsæknasta og flottasta leikhús í Þýskalandi. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Mynd- og gjörningalistamaðurinn Ragnar Kjartansson ásamt tónlistarmanninum Kjartani Sveinssyni setja upp verkið Der Klang der Offenbarung des Göttlichen í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Verkið verður frumsýnt í febrúar á næsta ári. „Þetta er um það bil sextíu mínútna verk,“ segir Ragnar um sýninguna. „Það gerist ekki neitt í þessu verki,“ heldur hann áfram. „Þetta er meira svona eins og hugleiðing um fegurðina og einveruna. Og kannski um leikhúsið og yfirborðskennd þess,“ útskýrir Ragnar. Ragnar hefur ásamt samstarfsfólki sínu eytt sumrinu í að mála sviðsmyndir sem verða hluti af sýningunni. Þá semur Kjartan Sveinsson tónlist fyrir verkið. „Þetta verður eins konar ópera án orða,“ segir Ragnar. Verkið er unnið fyrir Volksbühne leikhúsið í Berlín í samstarfi við Borgarleikhúsið í Reykjavik en verkið verður sett upp í Borgarleikhúsinu í tengslum við Listahátíð í Reykjavik í maí 2014. Volksbühne-leikhúsið í Berlín hefur verið undir stjórn Franks Castorf síðan árið 1992. Leikhúsið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir uppsetningar sínar. Húsið hefur einnig hlotið mikla athygli fjölmiðla og búið sér orðspor sem eitt framsæknasta og flottasta leikhús í Þýskalandi.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira