Drottningin á miðjunni hefur alla burði til að vera frábær þjálfari Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2013 07:00 Mynd/Daníel „Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
„Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðarsdóttur, í gær. Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta. Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á laugardaginn þegar Valsmenn unnu frábæran sigur, 4-0, og tryggðu sér í leiðinni annað sætið í deildinni. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt, með sigri og marki. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir á hillunni. „Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangstímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða aukaæfingar innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér og á að baki stórkostlegan feril.“Mynd/DaníelMikil reynsla og þekking Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með einstaklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knattspyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða. „Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið. Hún er ótrúlega metnaðarfull og ég vona innilega að hún verði frábær þjálfari. Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að halda Eddu.“Mynd/ArnþórMiðjumaðurinn lék 103 landsleiki með íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn fyrsta landsleik sjöunda september árið 1997 þegar hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu í undankeppni HM. 16 árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna. „Edda gæti orðið mjög góður þjálfari og ég veit að hún hefur tekið þjálfaranámskeið. Hún hefur alltaf verið dugleg að skrifa niður og punkta hjá sér, sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun er komið. Það væri ekki gott að missa svona flottan karakter út úr boltanum.“ Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val á sínum ferli og varð hún bæði Íslands- og bikarmeistari hér á landi. „Hún fer sannarlega í þann flokk að vera ein af þeim bestu í íslenskri kvennaknattspyrnusögu. Hún var kannski ekki tæknilega besti leikmaðurinn en ótrúlegur karakter sem reif ávallt alla með sér.“Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar framlag til kvennaknattspyrnu skipti sköpum. Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15 Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna. 16. september 2013 23:15
Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 16. september 2013 10:20