Flúði til Íslands með dætur sínar þrjár Andri Ólafsson skrifar 16. september 2013 07:00 Í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvernig konan koma dætrum sínum heim til Íslands frá Danmörku. Nordicphotos/AFP Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Danskur þriggja barna faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína til lögreglunnar í Danmörku, en hann hefur grun um að konan hafi numið dætur þeirra þrjár á brott og farið með þær til Íslands í leyfisleysi. Hann hefur ekkert heyrt frá börnunum í margar vikur. Faðirinn hefur fullt forræði yfir börnunum en móðirin aðeins umgengnisrétt. Það fyrirkomulag er niðurstaða áralangra forræðisdeilna fyrir dómstólum sem hafa verið afar harðvítugar, ekki síst vegna ásakana konunnar um að maðurinn hafi beitt sig og börnin ofbeldi. Maðurinn neitar þeim ásökunum. Samkvæmt heimildum blaðsins var móðirin með stúlkurnar hjá sér í Danmörku síðla sumars og átti samkvæmt samkomulagi að skila þeim aftur þann 4. ágúst. Það gerði hún hins vegar ekki og hefur faðirinn ekkert heyrt frá þeim síðan. Heimildir blaðsins herma jafnframt að konan hafi komið til Íslands í byrjun síðustu viku og að dæturnar þrjár séu með henni. Yfirvöldum hér á landi er kunnugt um þá stöðu sem upp er komin í málinu. Ekkert verður hins vegar aðhafst í málinu að svo stöddu því formlegt erindi hefur ekki borist frá dönskum stjórnvöldum. Fréttablaðið reyndi að ná tali af konunni og nokkrum aðstandendum hennar í gær. Ekki náðist í hana og bróðir hennar vildi ekki ræða við blaðamann. Þá svaraði lögmaður hennar, Hreinn Loftsson, hvorki símtölum né skilaboðum. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður, sem farið hefur með mál föðurins, staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöldi að málið hefði verið kært til lögreglu í Danmörku.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira