Vill fleiri Stjörnustelpur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 09:00 Stjörnustelpurnar létu hvassviðri og skítakulda ekki hafa áhrif á fagnaðarlæti sín í Garðabænum í gær. Eftir hefðbundnar myndatökur tóku Garðbæingar eina góða hrúgu á þjálfarann sinn. Fréttablaðið/Daníel Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira