Reynir við Noreg í annað skipti Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:30 Markavélin Telma Hjaltalín flytur í annað sinn til Noregs. fréttablaðið/stefán „Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar. Foreldrar hennar eru búsettir í Noregi og spilaði það stórt hlutverk í ákvörðun hennar. Telma hefur átt flott tímabil og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún var ekki með liðinu gegn Stjörnunni í vikunni en þá tapaði Afturelding illa, 7-1. Telma missir einnig af lokaleiknum gegn HK/Víkingi í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. „Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúin til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul. Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Lilleström. „Þetta er stór klúbbur með ótrúlega góða aðstöðu svo það er allt til.“ Þessi unga knattspyrnukona setur markið hátt og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef verið í yngri landsliðum Íslands en núna er markmið mitt að komast í A-landsliðið og það að vera komin í lið eins Stabæk mun klárlega hjálpa mér í því að ná markmiðum mínum. „Vonandi næ ég að taka þátt í einhverjum leikjum með liðinu á þessu tímabili,“ segir Telma. Stabæk leikur við Klepp á morgun í norsku deildinni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
„Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar. Foreldrar hennar eru búsettir í Noregi og spilaði það stórt hlutverk í ákvörðun hennar. Telma hefur átt flott tímabil og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún var ekki með liðinu gegn Stjörnunni í vikunni en þá tapaði Afturelding illa, 7-1. Telma missir einnig af lokaleiknum gegn HK/Víkingi í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. „Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúin til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul. Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Lilleström. „Þetta er stór klúbbur með ótrúlega góða aðstöðu svo það er allt til.“ Þessi unga knattspyrnukona setur markið hátt og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef verið í yngri landsliðum Íslands en núna er markmið mitt að komast í A-landsliðið og það að vera komin í lið eins Stabæk mun klárlega hjálpa mér í því að ná markmiðum mínum. „Vonandi næ ég að taka þátt í einhverjum leikjum með liðinu á þessu tímabili,“ segir Telma. Stabæk leikur við Klepp á morgun í norsku deildinni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó