Fröken Fix gefur út sína fyrstu bók Marín Manda skrifar 13. september 2013 12:00 Sesselja Thorberg, sem kallar sig Fröken Fix, með bókina Skapaðu inn heimilisstíl. Ég er búin að vera með þessa ráðgjafaþjónustu í fjöldamörg ár og langaði að setja þann fróðleik sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina í eina bók. Þegar ég fór síðan að ræða við útgefandann hafði ég svo margar hugmyndir og því var ákveðið að gera bókaseríu sem nefnist Trix og mix frá Fröken Fix,“ segir Sesselja Thorberg, höfundur bókarinnar „Skapaðu þinn heimilisstíl“ sem kemur í verslanir í dag. Bókin er hönnunarhandbók þar sem stiklað er á stóru um uppröðun, hönnun og hvernig hægt er að skapa heimili án þess að tæma seðlaveskið í leiðinni. Sesselja segir marga eiga erfitt með að gera huggulegt í kringum sig en algengt vandamál sé of mörg húsgögn inni á heimilinu sem skapi ringulreið. Hægt sé að gera ýmis „trix“ til þess að blekkja augun með litum og speglum.Heimili þar sem Sesselja hefur endurhannað rými, breytt litum og innrétt fyrir fyrir bókina sína.Sesselja er menntuð sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur sérhæft sig í innanhússráðgjöf undir nafninu Fröken Fix. Verkefnin hafa verið margvísleg, tengd innanhússhönnun og ráðgjöf og einnig var hún umsjónarmaður hönnunar- og lífsstílsþáttarins Innlit/útlit um tíma. „Það blundaði í mér að stofna mitt eigið því mér fannst vanta aðgengilegri og hagkvæmari leið fyrir alla að betrumbæta heimili sitt. Þetta var bara ástríða mín. Svo vatt þetta upp á sig og svo hafa aðrir fylgt í kjölfarið.“ Aðspurð segir hún heimilið sitt vera blöndu af gömlu og nýju en hún aðhyllist hluti sem hafa sál og húsgögn sem segja einhverja sögu. Hús og heimili Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ég er búin að vera með þessa ráðgjafaþjónustu í fjöldamörg ár og langaði að setja þann fróðleik sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina í eina bók. Þegar ég fór síðan að ræða við útgefandann hafði ég svo margar hugmyndir og því var ákveðið að gera bókaseríu sem nefnist Trix og mix frá Fröken Fix,“ segir Sesselja Thorberg, höfundur bókarinnar „Skapaðu þinn heimilisstíl“ sem kemur í verslanir í dag. Bókin er hönnunarhandbók þar sem stiklað er á stóru um uppröðun, hönnun og hvernig hægt er að skapa heimili án þess að tæma seðlaveskið í leiðinni. Sesselja segir marga eiga erfitt með að gera huggulegt í kringum sig en algengt vandamál sé of mörg húsgögn inni á heimilinu sem skapi ringulreið. Hægt sé að gera ýmis „trix“ til þess að blekkja augun með litum og speglum.Heimili þar sem Sesselja hefur endurhannað rými, breytt litum og innrétt fyrir fyrir bókina sína.Sesselja er menntuð sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur sérhæft sig í innanhússráðgjöf undir nafninu Fröken Fix. Verkefnin hafa verið margvísleg, tengd innanhússhönnun og ráðgjöf og einnig var hún umsjónarmaður hönnunar- og lífsstílsþáttarins Innlit/útlit um tíma. „Það blundaði í mér að stofna mitt eigið því mér fannst vanta aðgengilegri og hagkvæmari leið fyrir alla að betrumbæta heimili sitt. Þetta var bara ástríða mín. Svo vatt þetta upp á sig og svo hafa aðrir fylgt í kjölfarið.“ Aðspurð segir hún heimilið sitt vera blöndu af gömlu og nýju en hún aðhyllist hluti sem hafa sál og húsgögn sem segja einhverja sögu.
Hús og heimili Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira