Fótbolti

Jóhann Berg nýtti sér hægri kantinn eins og Arjen Robben

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Nýi hægri kantmaður íslenska landsliðsins.
Jóhann Berg Nýi hægri kantmaður íslenska landsliðsins. Mynd/Valli
Frammistaða Jóhanns Berg Guðmundssonar á móti Sviss var svo sannarlega á milli tannanna á fólki um helgina enda engin venjuleg þrenna á ferðinni – þrjú stórglæsileg mörk á útivelli á móti einu sterkasta landsliði Evrópu í dag.

Jóhann Berg spilaði að þessu sinni á hægri kantinum þrátt fyrir að vera örfættur og nýtti sér það eins og Arjen Robben er þekktur fyrir hjá Bayern München.

„Það var ákveðin taktík sem Lars ákvað og hann fær hrós fyrir það. Þetta hjálpaði mér mikið. Ég er með ágætis vinstri fót og það er gott að geta komið inn að markinu og skotið. Það heppnaðist mjög vel,“ sagði Jóhann Berg sem var fyrir leikinn aðeins búinn að skora 1 mark í 25 landsleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×