Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar gefinn út í Ameríku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. september 2013 12:00 Ólafur les nú prófarkir að smásagnasafni sínu fyrir Ameríkumarkað auk þess að vinna að kvikmyndahandriti eftir Öxinni og jörðinni. Fréttablaðið/Anton Ólafur Gunnarsson er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013. Það er þó ekki eina upphefðin sem hann hlýtur þessa dagana því von er á úrvali smásagna hans í amerískri útgáfu og vinna við handrit kvikmyndar eftir Öxinni og jörðinni er komin á skrið. "Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem á dögunum var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2013. „Þetta inniber ákveðna fjárhæð sem samsvarar fjögurra mánaða launum og að verk mín verða kynnt í bókasafninu í Mosfellsbæ. Sú kynning stendur yfir betri hluta næsta árs. Kvaðirnar eru ekki aðrar en þær að ég mun mæta og lesa upp úr verkum mínum.“Hvað ertu annars að fást við þessa mánuðina? „Núna er ég í miðju kafi að lesa prófarkir af smásagnasafninu mínu sem á að koma út í Ameríku seinna á þessu ári eða í upphafi þess næsta. Þar fyrir utan er ég að semja nýja skáldsögu. Smásagnasafnið er að hluta til úr safninu Meistaraverkið en auk þess völdu þeir Gaga, stuttu nóvelluna mína sem kom út árið 1984.“Hvaða forlag gefur þetta út? „Það heitir New American Press og er kúltúrforlag sem þrír rithöfundar reka. Þetta er ekki stórt forlag en það nýtur talsvert meiri virðingar en stærðin gefur til kynna, sennilega af því að það eru höfundar sem reka það.“Ólafur er með fleiri járn í eldinum í Ameríku því eins og kunnugt er er hafinn undirbúningur að gerð kvikmyndar eftir verðlaunaskáldsögu hans Öxinni og jörðinni. Á hvaða stigi er sú vinna? „Hún er að komast á skrið. Ég er að aðstoða enskan handritshöfund við skrif handritsins. Þetta tekur allt óratíma. Ef það er eitthvað sem fer hægar á jörðinni en snigillinn þá er það ferlið frá bók og upp á kvikmyndatjaldið. Þessi handritshöfundur er reyndar enginn aukvisi, hann skrifaði handritið að sjónvarpsþáttunum Tudor og kvikmyndahandritið að myndinni Elizabeth frá 1996.“ Leikstjórinn er heldur ekki af verri endanum því það er sjálfur Shekhar Kapur sem einmitt leikstýrði Cate Blanchett í Elizabeth. „Sögutími Axarinnar og jarðarinnar er einmitt í stórum dráttum sá sami og þeirrar myndar og það er langt síðan Kapur lýsti yfir áhuga á að gera mynd eftir bókinni,“ segir Ólafur.Þú ert sem sagt að slá í gegn beggja vegna Atlantshafsins? „Nei, það held ég nú ekki. Ég held að eini íslenski rithöfundurinn sem hægt er að tala um að hafi slegið í gegn í útlöndum sé Arnaldur vinur minn Indriðason. En þetta er voða gaman og hver veit nema þetta bjóði upp á skemmtileg ferðalög í framtíðinni. Það nægir mér alveg.“ Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Ólafur Gunnarsson er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013. Það er þó ekki eina upphefðin sem hann hlýtur þessa dagana því von er á úrvali smásagna hans í amerískri útgáfu og vinna við handrit kvikmyndar eftir Öxinni og jörðinni er komin á skrið. "Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem á dögunum var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2013. „Þetta inniber ákveðna fjárhæð sem samsvarar fjögurra mánaða launum og að verk mín verða kynnt í bókasafninu í Mosfellsbæ. Sú kynning stendur yfir betri hluta næsta árs. Kvaðirnar eru ekki aðrar en þær að ég mun mæta og lesa upp úr verkum mínum.“Hvað ertu annars að fást við þessa mánuðina? „Núna er ég í miðju kafi að lesa prófarkir af smásagnasafninu mínu sem á að koma út í Ameríku seinna á þessu ári eða í upphafi þess næsta. Þar fyrir utan er ég að semja nýja skáldsögu. Smásagnasafnið er að hluta til úr safninu Meistaraverkið en auk þess völdu þeir Gaga, stuttu nóvelluna mína sem kom út árið 1984.“Hvaða forlag gefur þetta út? „Það heitir New American Press og er kúltúrforlag sem þrír rithöfundar reka. Þetta er ekki stórt forlag en það nýtur talsvert meiri virðingar en stærðin gefur til kynna, sennilega af því að það eru höfundar sem reka það.“Ólafur er með fleiri járn í eldinum í Ameríku því eins og kunnugt er er hafinn undirbúningur að gerð kvikmyndar eftir verðlaunaskáldsögu hans Öxinni og jörðinni. Á hvaða stigi er sú vinna? „Hún er að komast á skrið. Ég er að aðstoða enskan handritshöfund við skrif handritsins. Þetta tekur allt óratíma. Ef það er eitthvað sem fer hægar á jörðinni en snigillinn þá er það ferlið frá bók og upp á kvikmyndatjaldið. Þessi handritshöfundur er reyndar enginn aukvisi, hann skrifaði handritið að sjónvarpsþáttunum Tudor og kvikmyndahandritið að myndinni Elizabeth frá 1996.“ Leikstjórinn er heldur ekki af verri endanum því það er sjálfur Shekhar Kapur sem einmitt leikstýrði Cate Blanchett í Elizabeth. „Sögutími Axarinnar og jarðarinnar er einmitt í stórum dráttum sá sami og þeirrar myndar og það er langt síðan Kapur lýsti yfir áhuga á að gera mynd eftir bókinni,“ segir Ólafur.Þú ert sem sagt að slá í gegn beggja vegna Atlantshafsins? „Nei, það held ég nú ekki. Ég held að eini íslenski rithöfundurinn sem hægt er að tala um að hafi slegið í gegn í útlöndum sé Arnaldur vinur minn Indriðason. En þetta er voða gaman og hver veit nema þetta bjóði upp á skemmtileg ferðalög í framtíðinni. Það nægir mér alveg.“
Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira