Þriggja ára skattsvikarannsókn að klárast Stígur Helgason skrifar 7. september 2013 07:00 Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald um leið og hann kom til landsins frá Venesúela haustið 2010. Fréttablaðið/anton Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess. VSK-málið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess.
VSK-málið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira