"Þetta er óður til blýantsins“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2013 11:00 Ég er hér með teikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar 7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi – sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“ segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppilegt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teiknivísindi orðin til!“ Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið, þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar. „Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Strokubörnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september. Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í gullinsniðsformið.“ Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“ Menning Tengdar fréttir Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er hér að góna á myndirnar mínar og spá í hvernig þær spili best saman,“ segir Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður, glaðlega, stödd í Listasafni ASÍ vegna sýningar sem hún opnar þar 7. september. „Titill sýningarinnar, Teiknivísindi – sjö níu þrettán kann að vekja upp spurningar,“ segir hún hlæjandi. „Það er vitaskuld ekki til neitt sem kallast teiknivísindi. Álíka gáfulegt er að tala um slík vísindi og að banka í tré og segja: „sjö níu þrettán“ til að koma í veg fyrir að eitthvað óheppilegt hendi mann. En sjö níu þrettán er dagsetning opnunarinnar og frá og með þeim degi eru teiknivísindi orðin til!“ Sigrún bendir á að teikningar séu ríkjandi á sýningunni. „En af því að hér í Listasafni ASÍ eru margar vistarverur og ég legg undir mig allt húsið, þá skipti ég þessu upp,“ segir hún og lýsir nánar. „Í Ásmundarsal er ég með blýantsteikningar sem er raðað upp eins og þær séu myndasaga en þó er enginn þráður í þeirri sögu. Í arinstofunni eru myndskreytingar úr barnabókunum, meðal annars úr nýrri og æsispennandi bók sem heitir Strokubörnin á Skuggaskeri og kemur út í lok september. Þar er líka fullt af bókum til að skoða og í Gryfjunni er ég með innsetningu. Hún er gerð úr hekluðum dýrum sem verða fest á vegginn og látin passa inn í gullinsniðsformið.“ Blýantar koma mikið við sögu á sýningunni, ekki bara gegnum teikningarnar heldur líka blýantarnir sjálfir. „Þetta er óður til blýantsins sem hefur verið mitt atvinnutæki alla tíð,“ útskýrir Sigrún. En skyldi hún mikið hafa heklað? „Ég hef gegnum árin haft svolítið gaman af að hekla, að byrja á einni lykkju og láta svo hugmyndaflugið leiða mig áfram.“
Menning Tengdar fréttir Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ragnheiður í óperunni í vor Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. 6. september 2013 12:00