Tvær nýjar sýningar í Listasafni Íslands Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2013 10:00 Eftirlíking af bát sem notaður var í leiðangri 2011 Um er að ræða sameiginlegt sýningarverkefni Kunsthalle Emden og Listasafns Íslands. Fréttablaðið/GVA Sýningin Leiðangur 2011 fjallar um Sísyfosarþraut tveggja þýskra listamanna, Thomasar Huber og Wolfgangs Aichner, þegar þeir draga rauðan bát yfir ríflega þrjú þúsund metra hátt fjallaskarð í Zillertal í Ölpunum niður á sléttur Ítalíu handan fjallgarðsins. „Ásamt fararkostinum fylgja heimildir um þessa raun sem telja verður einstætt listrænt afrek, enda vakti það sérstaka athygli á listamönnunum á Tvíæringnum í Feneyjum,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri á Listasafninu.Kees Visser hefur átt mikill velgengni að fagna í myndlistargeiranum undanfarið.Fréttablaðið/GVA„Verkið vekur spurningar um tengsl listar og náttúru, átök og sigra,“ heldur Halldór áfram. Sýningin samanstendur af málverkum, ljósmyndum, grafíkverkum, klippimyndum, bókverkum og vídeóinnsetningu. Sýningin er undir stjórn Christians Schoen. Kees Visser hefur átt langan feril í myndlist eins og sést á sýningunni Ups and Downs.. Ferill hans tengist náið þróun íslenskrar listar á 8. og 9. áratugnum þegar strauma hugmyndalistar og póstmódernisma gætti hvað mest. „Yfirveguð og marksækin nálgun hans hefur að undanförnu aflað honum mikils álits í evrópskri list, þar sem hann er álitinn einn af eftirtektarverðustu fulltrúum geómetrískrar og hugmyndalegrar aðferðafræði,“ segir Halldór að lokum. Sýning Listasafns Íslands leitast við að veita yfirgripsmikla innsýn í feril Kees Visser. Sýningarnar opna laugardaginn sjöunda september klukkan 11. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningin Leiðangur 2011 fjallar um Sísyfosarþraut tveggja þýskra listamanna, Thomasar Huber og Wolfgangs Aichner, þegar þeir draga rauðan bát yfir ríflega þrjú þúsund metra hátt fjallaskarð í Zillertal í Ölpunum niður á sléttur Ítalíu handan fjallgarðsins. „Ásamt fararkostinum fylgja heimildir um þessa raun sem telja verður einstætt listrænt afrek, enda vakti það sérstaka athygli á listamönnunum á Tvíæringnum í Feneyjum,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri á Listasafninu.Kees Visser hefur átt mikill velgengni að fagna í myndlistargeiranum undanfarið.Fréttablaðið/GVA„Verkið vekur spurningar um tengsl listar og náttúru, átök og sigra,“ heldur Halldór áfram. Sýningin samanstendur af málverkum, ljósmyndum, grafíkverkum, klippimyndum, bókverkum og vídeóinnsetningu. Sýningin er undir stjórn Christians Schoen. Kees Visser hefur átt langan feril í myndlist eins og sést á sýningunni Ups and Downs.. Ferill hans tengist náið þróun íslenskrar listar á 8. og 9. áratugnum þegar strauma hugmyndalistar og póstmódernisma gætti hvað mest. „Yfirveguð og marksækin nálgun hans hefur að undanförnu aflað honum mikils álits í evrópskri list, þar sem hann er álitinn einn af eftirtektarverðustu fulltrúum geómetrískrar og hugmyndalegrar aðferðafræði,“ segir Halldór að lokum. Sýning Listasafns Íslands leitast við að veita yfirgripsmikla innsýn í feril Kees Visser. Sýningarnar opna laugardaginn sjöunda september klukkan 11.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira