Yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 00:01 Anna Björk er þjálfari 5. flokks kvenna hjá Gróttu. Mynd/Daníel „Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
„Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn