Helgarmaturinn - Spírusushi Marín Manda skrifar 23. ágúst 2013 16:15 Katrín H. Árnadóttir Katrín H. Árnadóttirer býflugnabóndi og ræktar ýmsar heilsusamlegar spírur sem eru ekki einungis bragðgóðar heldur einstaklega næringarríkar. Katrín deilir hér skemmtilegri uppskrift af spírusushi sem er einfalt að útbúa og bragðast vel. Spírusushi fyrir 1 1 noriblað 2 rifnar gulrætur ½ avócado skorið í sneiðar 20 gr. brokkólí&smáraspírur eða alfalfaspírur ¼ rauð paprika skorin í þunnar sneiðar 3 msk mangótómatsósa Mangótómatssósa: ¼ mangó og 1 vel þroskaður tómatur sett í blandara, kryddað með Herbarmare og cayenna pipar á hnífsoddi.AðferðAvócadósneiðunum er raðað eftir endiöngu noriblaðinu, síðan eru rifnu gulrótunum dreift við hliðina, þá spírunum og paprikusneiðunum. Mangótómatsósan er sett yfir grænmetið eftir endilöngu í lokin. Þá er noriblaðinu rúllað varlega upp og lokað, gott að setja smá vatn í endann á blaðinu til að rúllan lokist vel. Rúllan er skorin í 3-4 cm bita og skreytt að ofan með nokkrum spírum. Gott er að taka með sér rúllu í nesti og skera niður þegar hennar er neytt. Sushi Uppskriftir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Katrín H. Árnadóttirer býflugnabóndi og ræktar ýmsar heilsusamlegar spírur sem eru ekki einungis bragðgóðar heldur einstaklega næringarríkar. Katrín deilir hér skemmtilegri uppskrift af spírusushi sem er einfalt að útbúa og bragðast vel. Spírusushi fyrir 1 1 noriblað 2 rifnar gulrætur ½ avócado skorið í sneiðar 20 gr. brokkólí&smáraspírur eða alfalfaspírur ¼ rauð paprika skorin í þunnar sneiðar 3 msk mangótómatsósa Mangótómatssósa: ¼ mangó og 1 vel þroskaður tómatur sett í blandara, kryddað með Herbarmare og cayenna pipar á hnífsoddi.AðferðAvócadósneiðunum er raðað eftir endiöngu noriblaðinu, síðan eru rifnu gulrótunum dreift við hliðina, þá spírunum og paprikusneiðunum. Mangótómatsósan er sett yfir grænmetið eftir endilöngu í lokin. Þá er noriblaðinu rúllað varlega upp og lokað, gott að setja smá vatn í endann á blaðinu til að rúllan lokist vel. Rúllan er skorin í 3-4 cm bita og skreytt að ofan með nokkrum spírum. Gott er að taka með sér rúllu í nesti og skera niður þegar hennar er neytt.
Sushi Uppskriftir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira