Órætt og órætt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. ágúst 2013 07:15 Æ snúnara verður að henda reiður á stefnu ríkisstjórnarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, sem virðist býsna óræð. Það fer að verða mikilvægt, bæði fyrir almenning og ekki síður fyrir andann í stjórnarsamstarfinu, að forystumenn stjórnarinnar útskýri Evrópustefnuna á mannamáli (eða því sem næst) og einni röddu. Í upphafi stjórnarsamstarfsins var kynntur stjórnarsáttmáli þar sem þrennt var sagt um Evrópumál. Í fyrsta lagi að gera ætti hlé á aðildarviðræðum við ESB. Í öðru lagi að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og ástandi mála í ESB, sem kynnt yrði fyrir Alþingi og þjóðinni. Í þriðja lagi að ekki yrði „haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu“. Þetta skildu flestir sem svo að þjóðin ætti að fá að greiða atkvæði um framhald viðræðna á kjörtímabilinu, bæði í samhengi þessara þriggja atriða og í samhengi við kosningastefnu stjórnarflokkanna, ekki sízt Sjálfstæðisflokksins, þar sem sagði skýrt að slík atkvæðagreiðsla yrði haldin á kjörtímabilinu. Svo fór utanríkisráðherrann að tala um að atkvæðagreiðslan ætti að snúast um hvort fólk vildi ganga í Evrópusambandið eða ekki, „já eða nei“ – án þess að fyrir lægi aðildarsamningur sem fólk gæti tekið afstöðu til. Á laugardaginn sagði Gunnar Bragi Sveinsson svo í Sprengisandi á Bylgjunni að það ætti ekki að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu; það væri óþarfi. Alþingi hefði hafið ferlið og gæti líka slitið því. Þetta virtist fara þvert í samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði hér í blaðinu í gær að hún væri „algjörlega ósammála“ utanríkisráðherranum og það væri ljóst af hálfu forystu hennar flokks að efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði einmitt sjálfur fyrir kosningar að hafa ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna og stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins, sagði í fréttum RÚV á laugardagskvöldið að málið væri „órætt“ á milli ríkisstjórnarflokkanna. Það hljóta að vera talsverð vonbrigði fyrir þá stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem héldu að verið væri að halda kosningaloforðum formannsins til haga í texta stjórnarsáttmálans. Raunar er erfitt að átta sig á því hvort utanríkisráðherrann telur sig vera búinn að slíta aðildarviðræðunum við ESB eða ekki. Í viðtali á Rás 2 í gærmorgun sagði hann: „Evrópusambandið er út af borðinu. Þessi ríkisstjórn er ekkert að fara að vinna að því að ganga þarna inn.“ Svo bætti hann því við að stjórnin hefði ekki rætt um að slíta aðildarviðræðunum og nokkrum setningum síðar var hann farinn að furða sig á að Evrópusambandið ætlaði ekki að borga út IPA-styrki, sem ætlaðir eru ríkjum sem vinna að inngöngu í Evrópusambandið! Fyrst stjórnarflokkarnir voru ekki búnir að ræða það í stjórnarmynduninni hvað textinn í stjórnarsáttmálanum þýddi í raun, geta þeir þá ekki verið svo elskulegir að ræða það fljótlega og útskýra það svo fyrir þjóðinni – svona svo að kjósendur viti hvar þeir hafa þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Æ snúnara verður að henda reiður á stefnu ríkisstjórnarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, sem virðist býsna óræð. Það fer að verða mikilvægt, bæði fyrir almenning og ekki síður fyrir andann í stjórnarsamstarfinu, að forystumenn stjórnarinnar útskýri Evrópustefnuna á mannamáli (eða því sem næst) og einni röddu. Í upphafi stjórnarsamstarfsins var kynntur stjórnarsáttmáli þar sem þrennt var sagt um Evrópumál. Í fyrsta lagi að gera ætti hlé á aðildarviðræðum við ESB. Í öðru lagi að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og ástandi mála í ESB, sem kynnt yrði fyrir Alþingi og þjóðinni. Í þriðja lagi að ekki yrði „haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu“. Þetta skildu flestir sem svo að þjóðin ætti að fá að greiða atkvæði um framhald viðræðna á kjörtímabilinu, bæði í samhengi þessara þriggja atriða og í samhengi við kosningastefnu stjórnarflokkanna, ekki sízt Sjálfstæðisflokksins, þar sem sagði skýrt að slík atkvæðagreiðsla yrði haldin á kjörtímabilinu. Svo fór utanríkisráðherrann að tala um að atkvæðagreiðslan ætti að snúast um hvort fólk vildi ganga í Evrópusambandið eða ekki, „já eða nei“ – án þess að fyrir lægi aðildarsamningur sem fólk gæti tekið afstöðu til. Á laugardaginn sagði Gunnar Bragi Sveinsson svo í Sprengisandi á Bylgjunni að það ætti ekki að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu; það væri óþarfi. Alþingi hefði hafið ferlið og gæti líka slitið því. Þetta virtist fara þvert í samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði hér í blaðinu í gær að hún væri „algjörlega ósammála“ utanríkisráðherranum og það væri ljóst af hálfu forystu hennar flokks að efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði einmitt sjálfur fyrir kosningar að hafa ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna og stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins, sagði í fréttum RÚV á laugardagskvöldið að málið væri „órætt“ á milli ríkisstjórnarflokkanna. Það hljóta að vera talsverð vonbrigði fyrir þá stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem héldu að verið væri að halda kosningaloforðum formannsins til haga í texta stjórnarsáttmálans. Raunar er erfitt að átta sig á því hvort utanríkisráðherrann telur sig vera búinn að slíta aðildarviðræðunum við ESB eða ekki. Í viðtali á Rás 2 í gærmorgun sagði hann: „Evrópusambandið er út af borðinu. Þessi ríkisstjórn er ekkert að fara að vinna að því að ganga þarna inn.“ Svo bætti hann því við að stjórnin hefði ekki rætt um að slíta aðildarviðræðunum og nokkrum setningum síðar var hann farinn að furða sig á að Evrópusambandið ætlaði ekki að borga út IPA-styrki, sem ætlaðir eru ríkjum sem vinna að inngöngu í Evrópusambandið! Fyrst stjórnarflokkarnir voru ekki búnir að ræða það í stjórnarmynduninni hvað textinn í stjórnarsáttmálanum þýddi í raun, geta þeir þá ekki verið svo elskulegir að ræða það fljótlega og útskýra það svo fyrir þjóðinni – svona svo að kjósendur viti hvar þeir hafa þá?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun