Skemmandi ofbeldi venjulega fólksins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2013 07:00 Skrif tveggja þekktra manna um gleðigönguna í Reykjavík síðastliðinn laugardag hafa vakið athygli. Halldór Jónsson, verkfræðingur í Kópavogi, skrifaði bloggpistil um að í göngunni fælist „ofbeldi samkynhneigðra“ sem hefði gengið alltof langt. Halldór sagðist styðja jafnréttisbaráttu samkynhneigðra (eins og er orðið í tízku hjá þeim sem ekki hafa losnað við fordómana gagnvart samkynhneigð) en skilgreindi „ofbeldið“ þannig að ætlazt væri til að „venjulegir karlmenn“ þyldu að horfa á karlmenn í sleik á almannafæri. „Þeir virðast heimta að við segjum að okkur finnist þetta flott og allt í lagi. Okkur streiturum finnst þetta hins vegar viðbjóðslegt og viljum ekki horfa á þetta. Okkur er auðvitað sama þótt þeir geri þetta en látið augu okkar í friði. Almennt velsæmi er ekki úrelt,“ skrifar Halldór. Undir þetta tók Gylfi Ægisson tónlistarmaður í athugasemd á vef DV og sagði meðal annars: „Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðlilegt finnst þetta kannski spennandi og skemmast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rússlandi.“ Auðvitað þykir Gylfa líka „vænt um“ samkynhneigða eins og hann tók fram í útvarpsviðtali þar sem hann ítrekaði fordómana. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, sagði í Facebook-færslu í gær að hún væri „þreytt á að hatursorðræða gegn hinsegin fólki teljist vera „skoðun“ sem gott sé að sé opinberlega rökrædd“. Það er rétt hjá henni. Taut af þessu tagi á ekkert skylt við heilbrigð skoðanaskipti, heldur flokkast undir hatursfulla fordóma. Í hegningarlögunum er það skilgreint sem afbrot; refsa má fólki sem „með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna“, meðal annars vegna kynhneigðar viðkomandi. Það er algengt að klæða fordóma gagnvart því að samkynhneigðir sýni ást sína opinberlega í búning umhyggju fyrir „almennu velsæmi“. En ætli Halldóri Jónssyni finnist líka viðbjóðslegt að strákur og stelpa fari í sleik á almannafæri? Og sér Gylfi Ægisson ekki gargandi kaldhæðnina í því að höfundur Sjúddirarírei hafi áhyggjur af því að kossar á almannafæri eða borgarstjóri á upphlut skemmi barnssálir? Auðvitað geta menn sagt sem svo að kallagreyin séu nú ekki að hvetja til að neitt verði gert á hlut samkynhneigðra. Nei, ekki nema að reka þá aftur í felur sem annars flokks borgara sem mega ekki sýna tilfinningar sínar opinberlega eins og aðrir. Gleymum heldur ekki að áróður um „viðbjóðslega“ hegðun sem gæti endað með að „öll þjóðin verði öfug“ er víða notaður til að réttlæta gróft ofbeldi gegn samkynhneigðum – stundum lögbundið, ríkisrekið ofbeldi eins og í Rússlandi. Sem betur fer átta flestir sig á því að samkynhneigðir eru venjulegt fólk, sem lætur eðlilegar kenndir og tilfinningar í ljósi við þá sem það elskar. En það að svona galnir fordómar skuli enn vera til sýnir rækilega fram á að það er langt frá því að gleðigangan sé orðin úrelt eða ónauðsynleg og sigur unninn í mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Skrif tveggja þekktra manna um gleðigönguna í Reykjavík síðastliðinn laugardag hafa vakið athygli. Halldór Jónsson, verkfræðingur í Kópavogi, skrifaði bloggpistil um að í göngunni fælist „ofbeldi samkynhneigðra“ sem hefði gengið alltof langt. Halldór sagðist styðja jafnréttisbaráttu samkynhneigðra (eins og er orðið í tízku hjá þeim sem ekki hafa losnað við fordómana gagnvart samkynhneigð) en skilgreindi „ofbeldið“ þannig að ætlazt væri til að „venjulegir karlmenn“ þyldu að horfa á karlmenn í sleik á almannafæri. „Þeir virðast heimta að við segjum að okkur finnist þetta flott og allt í lagi. Okkur streiturum finnst þetta hins vegar viðbjóðslegt og viljum ekki horfa á þetta. Okkur er auðvitað sama þótt þeir geri þetta en látið augu okkar í friði. Almennt velsæmi er ekki úrelt,“ skrifar Halldór. Undir þetta tók Gylfi Ægisson tónlistarmaður í athugasemd á vef DV og sagði meðal annars: „Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðlilegt finnst þetta kannski spennandi og skemmast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rússlandi.“ Auðvitað þykir Gylfa líka „vænt um“ samkynhneigða eins og hann tók fram í útvarpsviðtali þar sem hann ítrekaði fordómana. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, sagði í Facebook-færslu í gær að hún væri „þreytt á að hatursorðræða gegn hinsegin fólki teljist vera „skoðun“ sem gott sé að sé opinberlega rökrædd“. Það er rétt hjá henni. Taut af þessu tagi á ekkert skylt við heilbrigð skoðanaskipti, heldur flokkast undir hatursfulla fordóma. Í hegningarlögunum er það skilgreint sem afbrot; refsa má fólki sem „með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna“, meðal annars vegna kynhneigðar viðkomandi. Það er algengt að klæða fordóma gagnvart því að samkynhneigðir sýni ást sína opinberlega í búning umhyggju fyrir „almennu velsæmi“. En ætli Halldóri Jónssyni finnist líka viðbjóðslegt að strákur og stelpa fari í sleik á almannafæri? Og sér Gylfi Ægisson ekki gargandi kaldhæðnina í því að höfundur Sjúddirarírei hafi áhyggjur af því að kossar á almannafæri eða borgarstjóri á upphlut skemmi barnssálir? Auðvitað geta menn sagt sem svo að kallagreyin séu nú ekki að hvetja til að neitt verði gert á hlut samkynhneigðra. Nei, ekki nema að reka þá aftur í felur sem annars flokks borgara sem mega ekki sýna tilfinningar sínar opinberlega eins og aðrir. Gleymum heldur ekki að áróður um „viðbjóðslega“ hegðun sem gæti endað með að „öll þjóðin verði öfug“ er víða notaður til að réttlæta gróft ofbeldi gegn samkynhneigðum – stundum lögbundið, ríkisrekið ofbeldi eins og í Rússlandi. Sem betur fer átta flestir sig á því að samkynhneigðir eru venjulegt fólk, sem lætur eðlilegar kenndir og tilfinningar í ljósi við þá sem það elskar. En það að svona galnir fordómar skuli enn vera til sýnir rækilega fram á að það er langt frá því að gleðigangan sé orðin úrelt eða ónauðsynleg og sigur unninn í mannréttindabaráttu samkynhneigðra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun