Feluverk Rowling ófáanlegt á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. júlí 2013 12:00 Ófáanleg Nýjasta bók J.K. Rowling, the Cuckoo´s Calling, er væntanleg í Eymundsson í næstu viku. Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira