Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stígur Helgason skrifar 13. júlí 2013 07:00 Mennirnir tveir sem voru handteknir við Laugarvatn í fyrrakvöld voru úrskurðaðir í tólf daga gæsluvarðhald í gær. Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira