Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Stígur Helgason skrifar 12. júlí 2013 08:45 Stefán Logi Sívarsson, skeljagrandabróðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira