Sjálfsvirðing borgar í órækt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júlí 2013 06:00 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar lögðu til á fundi fyrr í vikunni að ráðizt yrði í átak í umhirðu borgarlandsins. „Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðargötur í borginni langt frá því að vera viðunandi,“ segir í tillögunni. Borgarfulltrúarnir tala þarna fyrir munn fjölda borgarbúa; margir hafa orð á því að slætti og annarri umhirðu gróðurs á opnum svæðum í borginni hafi farið stórlega aftur. Margir skammast sín einfaldlega fyrir borgina sína, til dæmis þegar tekið er á móti gestum. Fólki sem leggur sig fram um að rækta garðinn sinn finnst súrt í broti að utan lóðamarkanna, á borgarlandi sem einu sinni var vel hirt og slegið, sé nú allt í órækt. Lesa mátti í Morgunblaðinu fyrr í vikunni furðulegan fyrirslátt Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins; um að það hefði verið svo mikil vætutíð að slátturinn gengi hægt. Af einhverjum sökum var ástandið alveg jafnslæmt í fyrrasumar, í einmuna veðurblíðu og þurrkatíð. Þessi sama rigning hefur heldur ekki hægt á slættinum í nágrannasveitarfélögunum; það er stór munur að sjá umhirðuna á opnum svæðum þar og í höfuðborginni. Á þetta benda sjálfstæðismennirnir í umhverfis- og skipulagsráði: „Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir.“ Í gær sendi borgin frá sér fréttatilkynningu, þar sem ekki er lengur talað neitt um rigninguna, heldur að það þurfi að slá afskaplega stórt svæði. Eftir Guðjónu Björk er nú haft: „Hún segir fólk oft ekki átta sig á umfangi þessa verks og að sjálfsögðu þurfi að skoða hve margir hektarar eru ætlaðir á hvern starfsmann og bera þannig saman við önnur sveitarfélög.“ Þetta eru aum svör. Fyrir fáeinum árum voru þessi mál í lagi hjá borginni. Opnu svæðin hafa ekki stækkað, en fé og mannskapur skorið niður. Það var meðvituð ákvörðun núverandi borgarstjórnarmeirihluta að gera það og væri raunar nær að pólitískir fulltrúar svöruðu fyrir vanhirðuna og óræktina en embættismennirnir, sem verða að spila úr því fé sem þeim er fengið. Það á ekki að gera lítið úr viðleitni til að spara í rekstri borgarinnar, en þessi sparnaður hefur ýmsan beinan og óbeinan kostnað í för með sér fyrir Reykjavík. Höfuðborgina setur niður í samanburði við nágrannasveitarfélögin. Óræktin elur af sér óánægju – það er ekki gaman að búa í eða heimsækja illa hirta borg. Á borgarbúa eru lagðar skyldur samkvæmt lögum og reglum að hafa lóðirnar sínar snyrtilegar og borginni ber að hafa eftirlit með því að farið sé eftir reglunum. Í hvaða stöðu er hún til þess ef borgarlandið er í órækt? Þetta er mál sem snýr fyrst og fremst að sjálfsvirðingu borgarinnar. Það er í þágu hennar sem stjórnendur höfuðborgarinnar eiga að hysja upp um sig og sinna betur umhirðu umhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar lögðu til á fundi fyrr í vikunni að ráðizt yrði í átak í umhirðu borgarlandsins. „Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðargötur í borginni langt frá því að vera viðunandi,“ segir í tillögunni. Borgarfulltrúarnir tala þarna fyrir munn fjölda borgarbúa; margir hafa orð á því að slætti og annarri umhirðu gróðurs á opnum svæðum í borginni hafi farið stórlega aftur. Margir skammast sín einfaldlega fyrir borgina sína, til dæmis þegar tekið er á móti gestum. Fólki sem leggur sig fram um að rækta garðinn sinn finnst súrt í broti að utan lóðamarkanna, á borgarlandi sem einu sinni var vel hirt og slegið, sé nú allt í órækt. Lesa mátti í Morgunblaðinu fyrr í vikunni furðulegan fyrirslátt Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins; um að það hefði verið svo mikil vætutíð að slátturinn gengi hægt. Af einhverjum sökum var ástandið alveg jafnslæmt í fyrrasumar, í einmuna veðurblíðu og þurrkatíð. Þessi sama rigning hefur heldur ekki hægt á slættinum í nágrannasveitarfélögunum; það er stór munur að sjá umhirðuna á opnum svæðum þar og í höfuðborginni. Á þetta benda sjálfstæðismennirnir í umhverfis- og skipulagsráði: „Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir.“ Í gær sendi borgin frá sér fréttatilkynningu, þar sem ekki er lengur talað neitt um rigninguna, heldur að það þurfi að slá afskaplega stórt svæði. Eftir Guðjónu Björk er nú haft: „Hún segir fólk oft ekki átta sig á umfangi þessa verks og að sjálfsögðu þurfi að skoða hve margir hektarar eru ætlaðir á hvern starfsmann og bera þannig saman við önnur sveitarfélög.“ Þetta eru aum svör. Fyrir fáeinum árum voru þessi mál í lagi hjá borginni. Opnu svæðin hafa ekki stækkað, en fé og mannskapur skorið niður. Það var meðvituð ákvörðun núverandi borgarstjórnarmeirihluta að gera það og væri raunar nær að pólitískir fulltrúar svöruðu fyrir vanhirðuna og óræktina en embættismennirnir, sem verða að spila úr því fé sem þeim er fengið. Það á ekki að gera lítið úr viðleitni til að spara í rekstri borgarinnar, en þessi sparnaður hefur ýmsan beinan og óbeinan kostnað í för með sér fyrir Reykjavík. Höfuðborgina setur niður í samanburði við nágrannasveitarfélögin. Óræktin elur af sér óánægju – það er ekki gaman að búa í eða heimsækja illa hirta borg. Á borgarbúa eru lagðar skyldur samkvæmt lögum og reglum að hafa lóðirnar sínar snyrtilegar og borginni ber að hafa eftirlit með því að farið sé eftir reglunum. Í hvaða stöðu er hún til þess ef borgarlandið er í órækt? Þetta er mál sem snýr fyrst og fremst að sjálfsvirðingu borgarinnar. Það er í þágu hennar sem stjórnendur höfuðborgarinnar eiga að hysja upp um sig og sinna betur umhirðu umhverfisins.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun