Ekki einu sinni enn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Katrín Ásbjörnsdóttir lendir í því í þriðja sinn á ferlinum að missa af landsliðsverkefni vegna meiðsla sem koma fram korteri fyrir mót. Mynd/Daníel Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira