Gætið orðið einstakt Evrópukvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2013 00:01 David James Mynd/Daníel Þrjú íslensk félagslið verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld og öll eiga þau heimaleik. KR, Breiðablik og ÍBV mæta öll liðum þar sem sigur er nauðsynlegur ætli liðin sér að komast áfram í aðra umferð. Takist liðunum að vinna þessa þrjá leiki í kvöld gera þau 4. júlí að einstökum degi í sögu íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Tveir sigrar myndu einnig þýða að tæplega 23 ára bið væri á enda eftir tveimur heimasigrum í Evrópukeppni á sama degi, eða síðan KA og Fram fögnuðu bæði sigrum 19. september 1990. Breiðablik mætir FC Santa Coloma frá Andorra, sem endaði í öðru sæti í sinni deild á síðasta tímabili. Santa Coloma er sjöunda árið í röð í Evrópukeppni en hefur ekki unnið Evrópuleik síðan 2007 og er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum á þessum tíma með markatölunni 5-19. KR mætir Glentoran FC frá Norður-Írlandi, sem endaði í 4. sæti í sinni deild á síðasta tímabili en komst í Evrópudeildina þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Bæði liðin unnu því bikarinn á síðasta tímabili. ÍBV mætir HB Tórshavn frá Færeyjum, sem varð í 3. sæti í færeysku deildinni á síðustu leiktíð. HB er eins og er með sjö stiga forskot í deildinni heima fyrir. Með liðinu leika meðal annars Símun Samuelsen (Keflavík), Fróði Benjaminsen (Fram) og Christian Mouritsen (Valur), sem allir hafa spilað í íslensku úrvalsdeildinni. Eyjamenn hafa unnið heimaleiki sína í Evrópukeppninni undanfarin tvö ár en féllu í bæði skiptin naumlega úr keppni. Leikir KR (KR-völlur) og Breiðabliks (Kópavogsvöllur) hefjast klukkan 19.15 en leikur ÍBV (Hásteinsvöllur) verður ekki flautaður á fyrr en 19.30. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Þrjú íslensk félagslið verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld og öll eiga þau heimaleik. KR, Breiðablik og ÍBV mæta öll liðum þar sem sigur er nauðsynlegur ætli liðin sér að komast áfram í aðra umferð. Takist liðunum að vinna þessa þrjá leiki í kvöld gera þau 4. júlí að einstökum degi í sögu íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Tveir sigrar myndu einnig þýða að tæplega 23 ára bið væri á enda eftir tveimur heimasigrum í Evrópukeppni á sama degi, eða síðan KA og Fram fögnuðu bæði sigrum 19. september 1990. Breiðablik mætir FC Santa Coloma frá Andorra, sem endaði í öðru sæti í sinni deild á síðasta tímabili. Santa Coloma er sjöunda árið í röð í Evrópukeppni en hefur ekki unnið Evrópuleik síðan 2007 og er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum á þessum tíma með markatölunni 5-19. KR mætir Glentoran FC frá Norður-Írlandi, sem endaði í 4. sæti í sinni deild á síðasta tímabili en komst í Evrópudeildina þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Bæði liðin unnu því bikarinn á síðasta tímabili. ÍBV mætir HB Tórshavn frá Færeyjum, sem varð í 3. sæti í færeysku deildinni á síðustu leiktíð. HB er eins og er með sjö stiga forskot í deildinni heima fyrir. Með liðinu leika meðal annars Símun Samuelsen (Keflavík), Fróði Benjaminsen (Fram) og Christian Mouritsen (Valur), sem allir hafa spilað í íslensku úrvalsdeildinni. Eyjamenn hafa unnið heimaleiki sína í Evrópukeppninni undanfarin tvö ár en féllu í bæði skiptin naumlega úr keppni. Leikir KR (KR-völlur) og Breiðabliks (Kópavogsvöllur) hefjast klukkan 19.15 en leikur ÍBV (Hásteinsvöllur) verður ekki flautaður á fyrr en 19.30.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira