Stukku beint upp í tré Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 15:00 "Hver einasti norskur hreppsmiðill fjallaði um vesalings goshrjáðu börnin,“ segir Kristín. "Það var ekki búið að finna upp áfallahjálpina eða neitt slíkt þegar Heimaeyjargosið var en sjö til fjórtán ára börnum frá Vestmannaeyjum var boðið til Noregs í tvær vikur, af norska Rauða krossinum sumarið 1973. Það fóru um þúsund börn í nokkrum hópum og sú magnaða saga er inntak sýningar í Sagnaheimum," segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja, en á goslokahátíð um helgina verður þess minnst með margvíslegum hætti að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu. "Vestmannaeyingar fengu gríðarlega aðstoð alls staðar frá en engin þjóð gerði eins mikið fyrir okkur og Norðmenn. Ég var að skoða gögn sem sýna að þeir voru tilbúnir til að taka við öllum Vestmannaeyingum ef á hefði þurft að halda," segir Kristín sem átti hugmyndina að sýningunni en segir Sigrúnu Einarsdóttur, grafískan hönnuð, hafa lagt sál og metnað í hana. Þær voru báðar meðal þeirra barna sem fóru til Noregs. "Krakkarnir dvöldu ýmist í skólum, félagsheimilum, sumarbúðum eða á einkaheimilum í Noregi. Sjálf var ég svo heppin að vera hjá frábærri fjölskyldu, ásamt nokkrum vinum. Það var óskaplega kósý," rifjar Kristín upp. "Nú fer enginn gríslingur út í sjoppu öðruvísi en hringja í mömmu sína tvisvar á leiðinni. En þarna fóru krakkar frá sjö ára aldri upp í flugvél og voru sóttir á völlinn hálfum mánuði síðar og það var ekkert verið að hringja heim. Sumir voru auðvitað með heimþrá en kláruðu þetta og höfðu stuðning hver af öðrum." Margir voru í sinni fyrstu utanlandsferð. "Einn var að rifja upp að þegar rútan stoppaði við Íslendingahúsið í Ósló stukku sumir krakkarnir beint upp í tré. Þau höfðu aldrei séð tré áður." Norðmenn kosta sýninguna og Kristín segir þá koma sterka inn á goslokahátíðina. Hér mætir Julius Winger söngvari og líka frægur fréttamaður sem ætlar að láta okkur hafa til varðveislu fullt af sjónvarpsfréttum sem hann tók í gosinu." Menning Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Það var ekki búið að finna upp áfallahjálpina eða neitt slíkt þegar Heimaeyjargosið var en sjö til fjórtán ára börnum frá Vestmannaeyjum var boðið til Noregs í tvær vikur, af norska Rauða krossinum sumarið 1973. Það fóru um þúsund börn í nokkrum hópum og sú magnaða saga er inntak sýningar í Sagnaheimum," segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja, en á goslokahátíð um helgina verður þess minnst með margvíslegum hætti að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu. "Vestmannaeyingar fengu gríðarlega aðstoð alls staðar frá en engin þjóð gerði eins mikið fyrir okkur og Norðmenn. Ég var að skoða gögn sem sýna að þeir voru tilbúnir til að taka við öllum Vestmannaeyingum ef á hefði þurft að halda," segir Kristín sem átti hugmyndina að sýningunni en segir Sigrúnu Einarsdóttur, grafískan hönnuð, hafa lagt sál og metnað í hana. Þær voru báðar meðal þeirra barna sem fóru til Noregs. "Krakkarnir dvöldu ýmist í skólum, félagsheimilum, sumarbúðum eða á einkaheimilum í Noregi. Sjálf var ég svo heppin að vera hjá frábærri fjölskyldu, ásamt nokkrum vinum. Það var óskaplega kósý," rifjar Kristín upp. "Nú fer enginn gríslingur út í sjoppu öðruvísi en hringja í mömmu sína tvisvar á leiðinni. En þarna fóru krakkar frá sjö ára aldri upp í flugvél og voru sóttir á völlinn hálfum mánuði síðar og það var ekkert verið að hringja heim. Sumir voru auðvitað með heimþrá en kláruðu þetta og höfðu stuðning hver af öðrum." Margir voru í sinni fyrstu utanlandsferð. "Einn var að rifja upp að þegar rútan stoppaði við Íslendingahúsið í Ósló stukku sumir krakkarnir beint upp í tré. Þau höfðu aldrei séð tré áður." Norðmenn kosta sýninguna og Kristín segir þá koma sterka inn á goslokahátíðina. Hér mætir Julius Winger söngvari og líka frægur fréttamaður sem ætlar að láta okkur hafa til varðveislu fullt af sjónvarpsfréttum sem hann tók í gosinu."
Menning Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira