Helgarmaturinn-Eggaldin með mozzarella og parmesan Marín Manda skrifar 8. júlí 2013 13:00 Angantýr Einarsson er hrifinn af ítölskum mat. Angantýr Einarsson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku og deilir hér uppskrift þar sem öllum helstu ítölsku hráefnunum er blandað saman svo úr verður sérlega bragðgóður og þjóðlegur ítalskur réttur.Hráefni5 tómatar1 lítill laukur2 hvítlauksgeirar100 ml rauðvínGrænmetiskrafturSalt og piparÓreganó-þurrkrydd1 meðalstórt eggaldin1 stór kúla mozzarella-osturFersk basilikulauf (hálf askja)Rifinn parmesanostur (u.þ.b. hálfur)TómatsósaSaxið lauk og hvítlauk og léttsteikið á pönnu. Skerið tómatana í litla bita og bætið út í, ásamt rauðvíni, grænmetiskrafti og matskeið af óreganói. Saltið og piprið eftir eigin bragðlaukum. Látið malla í um 5 mínútur og hellið í eldfast mót. Skerið eggaldin í 0,5 til 1 cm þykkar sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu í um hálfa mínútu á hvorri hlið. Leyfið aldininu að draga í sig olíuna. Saltið og piprið (ekki nauðsynlegt). Leggið sneiðarnar ofan á tómatsósuna. Ostar og basilika. Skerið mozzarella-ostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á eggaldinið. Stráið parmesanostinum yfir og bakið í 200 gráðu heitum ofni þar til osturinn er orðinn fallega brúnn. Saxið basilikulauf og stráið yfir eftir að rétturinn hefur verið tekinn úr ofninum. Berið fram með fallegu salati. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Angantýr Einarsson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku og deilir hér uppskrift þar sem öllum helstu ítölsku hráefnunum er blandað saman svo úr verður sérlega bragðgóður og þjóðlegur ítalskur réttur.Hráefni5 tómatar1 lítill laukur2 hvítlauksgeirar100 ml rauðvínGrænmetiskrafturSalt og piparÓreganó-þurrkrydd1 meðalstórt eggaldin1 stór kúla mozzarella-osturFersk basilikulauf (hálf askja)Rifinn parmesanostur (u.þ.b. hálfur)TómatsósaSaxið lauk og hvítlauk og léttsteikið á pönnu. Skerið tómatana í litla bita og bætið út í, ásamt rauðvíni, grænmetiskrafti og matskeið af óreganói. Saltið og piprið eftir eigin bragðlaukum. Látið malla í um 5 mínútur og hellið í eldfast mót. Skerið eggaldin í 0,5 til 1 cm þykkar sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu í um hálfa mínútu á hvorri hlið. Leyfið aldininu að draga í sig olíuna. Saltið og piprið (ekki nauðsynlegt). Leggið sneiðarnar ofan á tómatsósuna. Ostar og basilika. Skerið mozzarella-ostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á eggaldinið. Stráið parmesanostinum yfir og bakið í 200 gráðu heitum ofni þar til osturinn er orðinn fallega brúnn. Saxið basilikulauf og stráið yfir eftir að rétturinn hefur verið tekinn úr ofninum. Berið fram með fallegu salati.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira