Ég vara ykkur við Hrund Þórsdóttir skrifar 1. júlí 2013 14:00 Almennt séð set ég mig sjaldan í spor katta, en stundum hef ég velt fyrir mér hvort ekki sé pirrandi fyrir þá að vera með bjöllu um hálsinn. Það er þó vissulega gott fyrir fuglana, sem með þessum hætti fá viðvörun og geta forðast nánd við ógnina sem er á ferðinni. Ég hef sjálf verið dálítið á ferðinni og hef orðið vör við ákveðið mynstur. Stuttu eftir að ég tók farþegaferju frá Dar es Salaam til Sansibar í fyrra sökk ein slík þar og margir létu lífið. Ég hélt flakki mínu áfram og rétt áður en ég lenti í Bangkok voru sprengjumenn þar á ferð og skildu eftir sig nokkra slasaða borgara. Í vor ákvað ég svo að tími væri kominn á að heimsækja Egyptaland og skella mér í loftbelgsferð. Ég bókaði ferðina og hvað haldið þið að hafi gerst? Jú, loftbelgur fullur af ferðamönnum hrapaði til jarðar, einmitt þar sem ég var væntanleg örfáum dögum síðar. Heimurinn er fullur af tilviljunum svo ég tók þetta ekki sérstaklega til mín, enda flökkuþráin dyggilega studd af afneitun og ævintýrafíkn. Síðustu helgi gerðist ég síðan svo djörf að skella mér aftur út fyrir landsteinana, í þetta skipti alla leið til Vestmannaeyja. Þar átti ég notalega helgi í faðmi fjölskyldunnar og skoðuðum við meðal annars rústir hússins Blátinds sem verið hefur eitt af helstu kennileitum eldgossins á Heimaey í fjörutíu ár. Og hvað gerðist? Jú einmitt, húsið hrundi! Í ljósi ofangreinds tel ég það borgaralega skyldu mína að vara landsmenn við, því ég er á leið í sumarfrí og verð áreiðanlega mikið á ferðinni um landið. Fríið verður reyndar stutt, svo að daglegt líf landsmanna ætti að haldast í skorðum að mestu leyti, en það borgar sig kannski að gera einhverjar ráðstafanir. Ég hef í það minnsta varað ykkur við. Svo gæti ég auðvitað fengið mér bjöllu... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun
Almennt séð set ég mig sjaldan í spor katta, en stundum hef ég velt fyrir mér hvort ekki sé pirrandi fyrir þá að vera með bjöllu um hálsinn. Það er þó vissulega gott fyrir fuglana, sem með þessum hætti fá viðvörun og geta forðast nánd við ógnina sem er á ferðinni. Ég hef sjálf verið dálítið á ferðinni og hef orðið vör við ákveðið mynstur. Stuttu eftir að ég tók farþegaferju frá Dar es Salaam til Sansibar í fyrra sökk ein slík þar og margir létu lífið. Ég hélt flakki mínu áfram og rétt áður en ég lenti í Bangkok voru sprengjumenn þar á ferð og skildu eftir sig nokkra slasaða borgara. Í vor ákvað ég svo að tími væri kominn á að heimsækja Egyptaland og skella mér í loftbelgsferð. Ég bókaði ferðina og hvað haldið þið að hafi gerst? Jú, loftbelgur fullur af ferðamönnum hrapaði til jarðar, einmitt þar sem ég var væntanleg örfáum dögum síðar. Heimurinn er fullur af tilviljunum svo ég tók þetta ekki sérstaklega til mín, enda flökkuþráin dyggilega studd af afneitun og ævintýrafíkn. Síðustu helgi gerðist ég síðan svo djörf að skella mér aftur út fyrir landsteinana, í þetta skipti alla leið til Vestmannaeyja. Þar átti ég notalega helgi í faðmi fjölskyldunnar og skoðuðum við meðal annars rústir hússins Blátinds sem verið hefur eitt af helstu kennileitum eldgossins á Heimaey í fjörutíu ár. Og hvað gerðist? Jú einmitt, húsið hrundi! Í ljósi ofangreinds tel ég það borgaralega skyldu mína að vara landsmenn við, því ég er á leið í sumarfrí og verð áreiðanlega mikið á ferðinni um landið. Fríið verður reyndar stutt, svo að daglegt líf landsmanna ætti að haldast í skorðum að mestu leyti, en það borgar sig kannski að gera einhverjar ráðstafanir. Ég hef í það minnsta varað ykkur við. Svo gæti ég auðvitað fengið mér bjöllu...
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun