Áfangar í mannréttindabaráttu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2013 07:00 Á forsíðu Fréttablaðsins í gær voru tvær fréttir sem tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra, hvor frá sínu landinu. Annars vegar var sagt frá því að íslenzk, samkynhneigð hjón hefðu í fyrsta sinn ættleitt barn. Hins vegar að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði kveðið upp tímamótaúrskurð, þar sem alríkislög sem banna samkynhneigðum hjónum að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir njóta, meðal annars í velferðarkerfinu, voru lýst í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána. Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru í hópi allra fyrstu samkynhneigðu hjónanna á Norðurlöndum sem ættleiða barn, Lagaákvæði sem leyfa slíkar ættleiðingar hafa þó verið í gildi í allnokkur ár; á Íslandi frá 2006. Ein meginástæðan fyrir því að aðeins örfáar ættleiðingar hafa gengið í gegn er að samkynhneigð pör geta eingöngu ættleitt börn innanlands, en ekki frá erlendum ríkjum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Ekkert ríki sem Íslenzk ættleiðing er með samning við leyfir ættleiðingar samkynhneigðra hjóna. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í blaðinu í dag að þrýsta þurfi á utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir samningum við erlend ríki um að leyfa slíkar ættleiðingar. Það er full ástæða til. Þessi tíðindi rifja hins vegar upp að ein af röksemdunum gegn því að leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra á sínum tíma var að það gæti spillt fyrir möguleikum gagnkynhneigðra hjóna að ættleiða börn frá ríkjum sem ekki leyfðu ættleiðingar samkynhneigðra. Þess hefur hins vegar ekki orðið vart. Enda eiga einstök ríki aldrei að láta það draga úr sér að tryggja mannréttindi að önnur ríki virði þau ekki. Eftir því sem fleiri ríki leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra ættu ættleiðingar á milli landa að verða auðveldari. Ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna er gríðarlegur áfangi í mannréttindabaráttu samkynhneigðra þar í landi. Sama dag ákvað rétturinn að fella skyldi úr gildi bann við giftingum samkynhneigðra sem samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu í Kaliforníu. Ákvarðanir réttarins þýða þó hvorki að hjónaband samkynhneigðra verði sjálfkrafa viðurkennt í öllum ríkjum Bandaríkjanna, né að fólk sem giftist löglega í einu ríki fái að njóta fullra réttinda í öðru. Auk þess þarf alríkisþingið að breyta ýmsum lögum til þess að dómur Hæstaréttar hafi tilætluð áhrif. Báðar þessar fréttir eru hins vegar til marks um að mannréttindabaráttu samkynhneigðra miðar áfram – hraðar en margur hugði fyrir fáeinum árum, en samt er alveg ótrúlega mikið eftir. Jafnvel hér á landi, þar sem lagalegur réttur samkynhneigðra er hvað bezt tryggður í heiminum, er talsvert langt í land að þeir njóti raunverulega sömu möguleika og réttar og gagnkynhneigðir. Þessari mannréttindabaráttu er langt í frá lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær voru tvær fréttir sem tengjast réttindabaráttu samkynhneigðra, hvor frá sínu landinu. Annars vegar var sagt frá því að íslenzk, samkynhneigð hjón hefðu í fyrsta sinn ættleitt barn. Hins vegar að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði kveðið upp tímamótaúrskurð, þar sem alríkislög sem banna samkynhneigðum hjónum að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir njóta, meðal annars í velferðarkerfinu, voru lýst í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána. Sindri Sindrason og eiginmaður hans eru í hópi allra fyrstu samkynhneigðu hjónanna á Norðurlöndum sem ættleiða barn, Lagaákvæði sem leyfa slíkar ættleiðingar hafa þó verið í gildi í allnokkur ár; á Íslandi frá 2006. Ein meginástæðan fyrir því að aðeins örfáar ættleiðingar hafa gengið í gegn er að samkynhneigð pör geta eingöngu ættleitt börn innanlands, en ekki frá erlendum ríkjum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Ekkert ríki sem Íslenzk ættleiðing er með samning við leyfir ættleiðingar samkynhneigðra hjóna. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í blaðinu í dag að þrýsta þurfi á utanríkisráðuneytið að beita sér fyrir samningum við erlend ríki um að leyfa slíkar ættleiðingar. Það er full ástæða til. Þessi tíðindi rifja hins vegar upp að ein af röksemdunum gegn því að leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra á sínum tíma var að það gæti spillt fyrir möguleikum gagnkynhneigðra hjóna að ættleiða börn frá ríkjum sem ekki leyfðu ættleiðingar samkynhneigðra. Þess hefur hins vegar ekki orðið vart. Enda eiga einstök ríki aldrei að láta það draga úr sér að tryggja mannréttindi að önnur ríki virði þau ekki. Eftir því sem fleiri ríki leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra ættu ættleiðingar á milli landa að verða auðveldari. Ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna er gríðarlegur áfangi í mannréttindabaráttu samkynhneigðra þar í landi. Sama dag ákvað rétturinn að fella skyldi úr gildi bann við giftingum samkynhneigðra sem samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu í Kaliforníu. Ákvarðanir réttarins þýða þó hvorki að hjónaband samkynhneigðra verði sjálfkrafa viðurkennt í öllum ríkjum Bandaríkjanna, né að fólk sem giftist löglega í einu ríki fái að njóta fullra réttinda í öðru. Auk þess þarf alríkisþingið að breyta ýmsum lögum til þess að dómur Hæstaréttar hafi tilætluð áhrif. Báðar þessar fréttir eru hins vegar til marks um að mannréttindabaráttu samkynhneigðra miðar áfram – hraðar en margur hugði fyrir fáeinum árum, en samt er alveg ótrúlega mikið eftir. Jafnvel hér á landi, þar sem lagalegur réttur samkynhneigðra er hvað bezt tryggður í heiminum, er talsvert langt í land að þeir njóti raunverulega sömu möguleika og réttar og gagnkynhneigðir. Þessari mannréttindabaráttu er langt í frá lokið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun