Gómsætir brúðkaups kökupinnar Marín Manda skrifar 29. júní 2013 13:00 Kökupinnar Berglindar eru algjör dásemd. „Kökupinnar eru í flestum tilfellum blanda af köku og kremi sem rúllað er í kúlur, þær settar á prik og dýft í hjúp. Möguleikar í blöndun eru hins vegar óteljandi og mæli ég með því að fólk prófi sig áfram með það sem þeim þykir best,” segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri hjá World Class.Berglind Hreiðarsdóttir.Bakstur og kökuskreytingar eru áhugamál Berglindar en hún var fengin til að útbúa þessa dásemdar kökupinna fyrir brúðkaup vinfólks hennar sem giftu sig í þessum mánuði. Boðið var upp á pinnana með fordrykknum þar sem brúðhjónunum fannst þetta falleg og nýstárleg hugmynd, ásamt því sem kökupinnar eru dásamlegir á bragðið. Í brúðkaupinu voru tvær tegundir í boði, fjólubláir pinnar fyrir brúðgumann en þeir innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, saxað suðusúkkulaði og maukuð fersk jarðarber. Að ósk brúðarinnar voru hvítirpinnar sem innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, hvítt saxað súkkulaði og þykka karamellusósu. Áhugasamir geta lært allt um kökupinna á námskeiðum hjá Gotterí og Gersemum sem hefjast að nýju í haust. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
„Kökupinnar eru í flestum tilfellum blanda af köku og kremi sem rúllað er í kúlur, þær settar á prik og dýft í hjúp. Möguleikar í blöndun eru hins vegar óteljandi og mæli ég með því að fólk prófi sig áfram með það sem þeim þykir best,” segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri hjá World Class.Berglind Hreiðarsdóttir.Bakstur og kökuskreytingar eru áhugamál Berglindar en hún var fengin til að útbúa þessa dásemdar kökupinna fyrir brúðkaup vinfólks hennar sem giftu sig í þessum mánuði. Boðið var upp á pinnana með fordrykknum þar sem brúðhjónunum fannst þetta falleg og nýstárleg hugmynd, ásamt því sem kökupinnar eru dásamlegir á bragðið. Í brúðkaupinu voru tvær tegundir í boði, fjólubláir pinnar fyrir brúðgumann en þeir innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, saxað suðusúkkulaði og maukuð fersk jarðarber. Að ósk brúðarinnar voru hvítirpinnar sem innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, hvítt saxað súkkulaði og þykka karamellusósu. Áhugasamir geta lært allt um kökupinna á námskeiðum hjá Gotterí og Gersemum sem hefjast að nýju í haust.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira