Sögubækurnar bíða eftir Inbee Park Þorgils Jónsson skrifar 27. júní 2013 07:00 Inbee Park hefur unnið fyrstu tvö risamót ársins og fær tækifæri til að bæta því þriðja við um helgina, en Opna bandaríska meistaramótið hefst á Sebonack-vellinum í dag. NordicPhotos/AFP Inbee Park frá Suður-Kóreu getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar um helgina með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu, þriðja risamóti ársins í kvennagolfinu. Ekki nóg með að hún geti með því orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að landa fyrstu þremur risatitlum ársins, heldur kemur hún sjóðheit inn í þetta mót og hefur unnið síðustu tvö mót á mótaröðinni. Park, sem er 24 ára og komst á topp heimslistans í vor, hefur annars verið á ótrúlegu skriði síðasta árið, þar sem hún hefur sigrað sjö sinnum á síðustu 23 mótum og alls endað 15 sinnum á topp-tíu listanum. Hún hefur áður unnið á Opna bandaríska, en árið 2008 varð hún yngst allra til að happa þeim titli, einungis 19 ára gömul. Beri hún sigur úr býtum á Sebonack-vellinum í New York-ríki verður hún fyrst kvenna til að vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan Lorena Ochoa lék þann leik árið 2008. Hefur gengi hennar undanfarið einmitt verið líkt við þá yfirburði sem Ochoa og Annika Sörenstam á undan henni höfðu í kvennagolfinu á sínum tíma. Park reynir þó sjálf að halda fótunum á jörðinni. „Ég hef aldrei leikið eins vel á ferlinum og ég er að gera núna,“ segir Park. „Ég ætla bara að reyna að halda þessu áfram.“ Keppnin mun þó reynast Park erfið, þar sem hin bandaríska Stacy Lewis er sennilega efst á blaði, en Lewis missti einmitt toppsæti heimslistans til Park. Lewis segir gengi Park að undanförnu hafa verið ótrúlegt. „Alltaf þegar mér finnst hún vera spila í meðallagi vel kemur hún strax til baka næsta dag og er alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar og alltaf með möguleika á sigri og lætur ekkert á sig fá.“ Bandarískir kylfingar eru annars orðnir langeygir eftir risatitli, þar sem enginn þeirra hefur unnið slíkan titil í níu risamótum í röð, allt frá því að Lewis gerði það sjálf á Kraft Nabisco-meistaramótinu árið 2011. Önnur kona sem gæti komið sterk inn er Skotinn Catriona Matthews, sem tapaði fyrir Park í umspili á síðasta risamóti, LPGA-meistaramótinu. Fjórða risamótið í kvennagolfinu, Opna breska, fer svo fram í ágúst, en í ár ber svo við að fimmta mótið, Evian-meistaramótið í Frakklandi, hefur verið samþykkt sem fimmta risamótið. Golf Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
Inbee Park frá Suður-Kóreu getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar um helgina með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu, þriðja risamóti ársins í kvennagolfinu. Ekki nóg með að hún geti með því orðið fyrst kvenna í rúm 60 ár til að landa fyrstu þremur risatitlum ársins, heldur kemur hún sjóðheit inn í þetta mót og hefur unnið síðustu tvö mót á mótaröðinni. Park, sem er 24 ára og komst á topp heimslistans í vor, hefur annars verið á ótrúlegu skriði síðasta árið, þar sem hún hefur sigrað sjö sinnum á síðustu 23 mótum og alls endað 15 sinnum á topp-tíu listanum. Hún hefur áður unnið á Opna bandaríska, en árið 2008 varð hún yngst allra til að happa þeim titli, einungis 19 ára gömul. Beri hún sigur úr býtum á Sebonack-vellinum í New York-ríki verður hún fyrst kvenna til að vinna þrjú LPGA-mót í röð síðan Lorena Ochoa lék þann leik árið 2008. Hefur gengi hennar undanfarið einmitt verið líkt við þá yfirburði sem Ochoa og Annika Sörenstam á undan henni höfðu í kvennagolfinu á sínum tíma. Park reynir þó sjálf að halda fótunum á jörðinni. „Ég hef aldrei leikið eins vel á ferlinum og ég er að gera núna,“ segir Park. „Ég ætla bara að reyna að halda þessu áfram.“ Keppnin mun þó reynast Park erfið, þar sem hin bandaríska Stacy Lewis er sennilega efst á blaði, en Lewis missti einmitt toppsæti heimslistans til Park. Lewis segir gengi Park að undanförnu hafa verið ótrúlegt. „Alltaf þegar mér finnst hún vera spila í meðallagi vel kemur hún strax til baka næsta dag og er alltaf við toppinn. Hún er alltaf þar og alltaf með möguleika á sigri og lætur ekkert á sig fá.“ Bandarískir kylfingar eru annars orðnir langeygir eftir risatitli, þar sem enginn þeirra hefur unnið slíkan titil í níu risamótum í röð, allt frá því að Lewis gerði það sjálf á Kraft Nabisco-meistaramótinu árið 2011. Önnur kona sem gæti komið sterk inn er Skotinn Catriona Matthews, sem tapaði fyrir Park í umspili á síðasta risamóti, LPGA-meistaramótinu. Fjórða risamótið í kvennagolfinu, Opna breska, fer svo fram í ágúst, en í ár ber svo við að fimmta mótið, Evian-meistaramótið í Frakklandi, hefur verið samþykkt sem fimmta risamótið.
Golf Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira