Klæðum okkur úr Stígur Helgason skrifar 21. júní 2013 07:30 Það var póetískt að fylgjast með Mike Miller, skyttu Miami Heat í NBA-körfuboltanum, missa af sér vinstri skóinn í fjórða leikhluta á móti San Antonio Spurs á þriðjudagskvöld, geysast engu að síður upp völlinn og negla niður einum þýðingarmesta þristi sem hann hefur nokkru sinni skorað. Skólaus á öðrum skildi hann eftir iljarlaga svitabletti um allt parkettið sem skömmu síðar blönduðust perlum af skallanum á LeBron James eftir að af honum skrapp ennisbandið sem flestir töldu gróið við höfuðleðrið og hann fór í kjölfarið hamförum á vellinum. Miami-menn höfðu verið í afleitri stöðu en unnu leikinn. Varla er hægt að ímynda sér atburðarás sem er táknrænni fyrir það að losa sig úr viðjum vanans, hlekkjum hugarfarsins eða einhverjum öðrum löngu geldum orðasamböndum að eigin vali. Og ég sá reyndar merki þess strax í gær að Íslendingar væru á svipaðri leið og kannski væri bjartari tíð fram undan. Hvert sem litið var mátti sjá fólk sem var glaðbeitt og hnarreist, með eftirvæntingu í augunum og sem laust undan krónísku oki. Þetta fólk átti það allt sameiginlegt að vera miklu léttklæddara í gær en dagana þar á undan, fyrir utan einn kollega minn sem sást sniglast um lóðina í flíspeysu og regnjakka – sem er kannski ekki skrýtið á vinnustað þar sem menn á hlýrabolum einum að ofan hafa til þessa ekki þótt boðlegir til starfa. En það eru ekki allir vinnustaðir svona handleggjafælnir, því að þegar mér varð litið á sjónvarpið blasti við mér fersk sjón: nýkjörin þingkona að flytja ræðu í ermalausri flík. Í fyrstu gladdi það mig ögn minna en Óttarr Proppé í forsetastól fyrir viku, en svo áttaði ég mig á því að hún var í Framsóknarflokknum! Þetta er líklega það framsæknasta sem Framsóknarflokkurinn hefur gert síðan um 1930 og ef Sigurður Ingi Jóhannsson hefði bara haft vit á því að mæla fyrir veiðigjaldafrumvarpinu sínu í ermalausri skyrtu (stelpurnar eru vitlausar í þær) væru kannski ekki 30 þúsund manns að mótmæla því og allir væru glaðir. Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið. Klæðum okkur bara úr fötunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Það var póetískt að fylgjast með Mike Miller, skyttu Miami Heat í NBA-körfuboltanum, missa af sér vinstri skóinn í fjórða leikhluta á móti San Antonio Spurs á þriðjudagskvöld, geysast engu að síður upp völlinn og negla niður einum þýðingarmesta þristi sem hann hefur nokkru sinni skorað. Skólaus á öðrum skildi hann eftir iljarlaga svitabletti um allt parkettið sem skömmu síðar blönduðust perlum af skallanum á LeBron James eftir að af honum skrapp ennisbandið sem flestir töldu gróið við höfuðleðrið og hann fór í kjölfarið hamförum á vellinum. Miami-menn höfðu verið í afleitri stöðu en unnu leikinn. Varla er hægt að ímynda sér atburðarás sem er táknrænni fyrir það að losa sig úr viðjum vanans, hlekkjum hugarfarsins eða einhverjum öðrum löngu geldum orðasamböndum að eigin vali. Og ég sá reyndar merki þess strax í gær að Íslendingar væru á svipaðri leið og kannski væri bjartari tíð fram undan. Hvert sem litið var mátti sjá fólk sem var glaðbeitt og hnarreist, með eftirvæntingu í augunum og sem laust undan krónísku oki. Þetta fólk átti það allt sameiginlegt að vera miklu léttklæddara í gær en dagana þar á undan, fyrir utan einn kollega minn sem sást sniglast um lóðina í flíspeysu og regnjakka – sem er kannski ekki skrýtið á vinnustað þar sem menn á hlýrabolum einum að ofan hafa til þessa ekki þótt boðlegir til starfa. En það eru ekki allir vinnustaðir svona handleggjafælnir, því að þegar mér varð litið á sjónvarpið blasti við mér fersk sjón: nýkjörin þingkona að flytja ræðu í ermalausri flík. Í fyrstu gladdi það mig ögn minna en Óttarr Proppé í forsetastól fyrir viku, en svo áttaði ég mig á því að hún var í Framsóknarflokknum! Þetta er líklega það framsæknasta sem Framsóknarflokkurinn hefur gert síðan um 1930 og ef Sigurður Ingi Jóhannsson hefði bara haft vit á því að mæla fyrir veiðigjaldafrumvarpinu sínu í ermalausri skyrtu (stelpurnar eru vitlausar í þær) væru kannski ekki 30 þúsund manns að mótmæla því og allir væru glaðir. Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið. Klæðum okkur bara úr fötunum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun