Gott og vont á fyrstu tónleikunum Jónas Sen skrifar 21. júní 2013 11:00 Víkingur Heiðar Ólafsson, forvígismaður tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music. Tónlist Sveimandi vofur Upphafstónleikar Reykjavík Midsummer Music Norðurljós, Hörpu 19. júní Rakmanínoff var eins og hann átti að vera á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music í Hörpu. Hann var líka eins og hann átti EKKI að vera. Tríó eftir hann hitti beint í mark, en sömu sögu er ekki að segja um sönglögin. Tríóið er fyrir píanó, fiðlu og selló. Píanóröddin er býsna áberandi og það mæðir mikið á píanóleikaranum. Enda var Rakmanínoff sjálfur einn mesti píanóleikari sögunnar. Tónlistin er afar rómantísk, grípandi og þrungin átökum með hápunktum sem ekkert má hefta. Sigrún Eðvaldsdóttir lék á fiðlu og Bryndís Halla Gylfadóttur á selló. Þær spiluðu báðar óaðfinnanlega, tandurhreint og af skáldlegu innsæi. Víkingur Heiðar Ólafsson sat svo við píanóið og var algerlega frábær. Túlkun hans var full af lífi, spennandi tilþrifum og mögnuðum hápunktum sem voru eins og flugeldasýning. Svona á Rakmanínoff að hljóma. Auk tríósins voru sjö sönglög eftir tónskáldið flutt af Þóru Einarsdóttur sópran og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Þau komu ekki vel út. Jú, Þóra söng einstaklega fallega, af miklum krafti og sannfærandi tilþrifum. En hún fékk engan stuðning frá píanóleikaranum. Anna Guðný spilaði Rakmanínoff eins og hún væri á valíumi. Túlkunin var dauf og litlaus og hún tók enga áhættu. Hvar voru hápunktarnir? Þeir hápunktar sem þarna hljómuðu voru bara hlægilegir. Allur skáldskapurinn var víðs fjarri, enginn galdur, engin spenna, engin ástríða. Þetta var Rakmanínoff að umla eitthvað upp úr svefni. Bach var einnig á dagskrá tónleikanna. Rétt eins og Rakmanínoff var hann bæði góður og vondur. Þrír sálmaforleikir í umritun Kurtágs fyrir tvo píanóleikara voru fluttir af Víkingi og Önnu Guðnýju. Þeir voru óttalega flatneskjulegir í meðförum þeirra. Vissulega er þetta innhverf tónlist sem er full af andakt. En fyrr má nú rota en dauðrota. Miklu meira var varið í píanókonsert í d-moll eftir Bach. Þar lék Víkingur á píanóið, ásamt strengjaleikurunum sem fyrr voru nefndir. Líka Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu. Strengjaleikararnir voru með allt á hreinu, nákvæmir og agaðir, en líka skemmtilega ákafir. Og Víkingur spilaði af gríðarlegu fjöri, hvergi var dauður punktur í túlkun hans. Þetta var meistaralegur flutningur, fagmannlegur og flottur. Af hverju gat þetta ekki allt verið svona? Niðurstaða: Rakmanínoff var bæði glæsilegur og bragðdaufur; Bach líka. Gagnrýni Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Sveimandi vofur Upphafstónleikar Reykjavík Midsummer Music Norðurljós, Hörpu 19. júní Rakmanínoff var eins og hann átti að vera á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music í Hörpu. Hann var líka eins og hann átti EKKI að vera. Tríó eftir hann hitti beint í mark, en sömu sögu er ekki að segja um sönglögin. Tríóið er fyrir píanó, fiðlu og selló. Píanóröddin er býsna áberandi og það mæðir mikið á píanóleikaranum. Enda var Rakmanínoff sjálfur einn mesti píanóleikari sögunnar. Tónlistin er afar rómantísk, grípandi og þrungin átökum með hápunktum sem ekkert má hefta. Sigrún Eðvaldsdóttir lék á fiðlu og Bryndís Halla Gylfadóttur á selló. Þær spiluðu báðar óaðfinnanlega, tandurhreint og af skáldlegu innsæi. Víkingur Heiðar Ólafsson sat svo við píanóið og var algerlega frábær. Túlkun hans var full af lífi, spennandi tilþrifum og mögnuðum hápunktum sem voru eins og flugeldasýning. Svona á Rakmanínoff að hljóma. Auk tríósins voru sjö sönglög eftir tónskáldið flutt af Þóru Einarsdóttur sópran og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Þau komu ekki vel út. Jú, Þóra söng einstaklega fallega, af miklum krafti og sannfærandi tilþrifum. En hún fékk engan stuðning frá píanóleikaranum. Anna Guðný spilaði Rakmanínoff eins og hún væri á valíumi. Túlkunin var dauf og litlaus og hún tók enga áhættu. Hvar voru hápunktarnir? Þeir hápunktar sem þarna hljómuðu voru bara hlægilegir. Allur skáldskapurinn var víðs fjarri, enginn galdur, engin spenna, engin ástríða. Þetta var Rakmanínoff að umla eitthvað upp úr svefni. Bach var einnig á dagskrá tónleikanna. Rétt eins og Rakmanínoff var hann bæði góður og vondur. Þrír sálmaforleikir í umritun Kurtágs fyrir tvo píanóleikara voru fluttir af Víkingi og Önnu Guðnýju. Þeir voru óttalega flatneskjulegir í meðförum þeirra. Vissulega er þetta innhverf tónlist sem er full af andakt. En fyrr má nú rota en dauðrota. Miklu meira var varið í píanókonsert í d-moll eftir Bach. Þar lék Víkingur á píanóið, ásamt strengjaleikurunum sem fyrr voru nefndir. Líka Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu. Strengjaleikararnir voru með allt á hreinu, nákvæmir og agaðir, en líka skemmtilega ákafir. Og Víkingur spilaði af gríðarlegu fjöri, hvergi var dauður punktur í túlkun hans. Þetta var meistaralegur flutningur, fagmannlegur og flottur. Af hverju gat þetta ekki allt verið svona? Niðurstaða: Rakmanínoff var bæði glæsilegur og bragðdaufur; Bach líka.
Gagnrýni Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira