Af hugarburði kvenna, spennitreyjum og öðrum gamanmálum Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. júní 2013 06:00 „Ég gleðst yfir því að þú skulir liggja á spítala. Ég vona að þú kveljist uns þú deyrð, fábjáninn þinn. Þú átt ekki skilið að lifa og í ljósi gjörða þinna langar mig að svelta þig og berja þig í spað. Hvers vegna lætur fjölskyldan þín ekki loka þig inni á hæli?“ 4. júní 1913 hljóp kona að nafni Emily Davison í veg fyrir veðhlaupahest kóngsins á Derby-kappreiðunum á Englandi. Hún lést fjórum dögum síðar af sárum sínum. Emily var ein af súffragettunum sem börðust fyrir kosningarétti kvenna í Bretlandi. Var löngum talið að verknaðurinn hefði verið sjálfsvíg sem vekja átti athygli á málstað hreyfingarinnar. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að Emily hafi aðeins ætlað sér að hengja borða á hestinn með orðunum „kosningarétt handa konum“ en orðið óvart fyrir honum. Þar sem Emily lá á spítala og barðist fyrir lífi sínu barst henni fjöldi bréfa. Fæst þeirra voru hins vegar hefðbundnar óskir um góðan bata. Í umslögunum voru hatursbréf á við það sem lesa má hér að ofan og varðveitt er á Kvennabókasafninu í London.„Klikkuð í skallanum“ Í dag er kvenréttindadagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi en 98 ár eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Sumum kann að þykja óþarft að velta sér of mikið upp úr málefnum kynjanna af því tilefni því við Íslendingar erum jú heimsmeistarar í kynjajafnrétti samkvæmt úttekt World Economic Forum. Slíkt viðhorf byggist hins vegar á blindri bjartsýni. Fyrir skemmstu sótti landið heim vinnuhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna sem skoðaði stöðu kynjanna. Bráðabirgðaniðurstöður hópsins kveða á um að hér á landi, eins og annars staðar, sé víða pottur brotinn þegar kemur að jafnréttismálum. Af öllu því sem ekki hefur náðst fram í kvennabaráttunni er þó eitt sem vekur með mér mesta furðu. 100 árum eftir að Emily varð fyrir hesti kóngsins, 98 árum eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt, virðist viðhorf í garð þeirra sem berjast fyrir jafnrétti ekkert hafa breyst. Í lok síðasta árs var femínistinn Hildur Lilliendahl Viggósdóttir valin Hetja ársins af lesendum DV. Í athugasemdakerfi dv.is, neðan við frétt um viðurkenninguna, rigndi svívirðingum yfir Hildi sem minna óhugnanlega mikið á hatursbréfin sem Emily Davison barst þegar hún lá banaleguna: „Fólk hlýtur bara að sjá að það er einhver geðveila í gangi í kollinum á henni og því er það mitt álit og mín tillaga að hún verði sett í spennitreyju og lokuð inní bólstruðu herbergi.“ – „Ómerkileg trunta.“ – „Þessi er svolítið klikkuð í skallanum.“ – „Bilað fólk sem á að taka úr umferð.“ Erfitt er að segja til um hvers vegna femínistar eru svo illa liðnir. Dettur mér helst í hug að þeir sem svo rita telji einfaldlega að jafnrétti sé náð og krafta þeirra sé ekki lengur þörf. Nýjustu fréttir frá hinu háa Alþingi afsanna þó fljótt þá kenningu: Konur eru í miklum minnihluta í flestum fastanefndum Alþingis. Forsætisráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á málið en sagði það svo sem „skemmtilegra“ þegar hópar fólks samanstæðu af báðum kynjum. Ekki einu sinni Samfylkingin, sem hefur innan raða þingflokksins tvær konur sem gegnt hafa embætti fjármálaráðherra, skipaði konu í efnahags- og viðskiptanefnd sem upphaflega var aðeins samansett af körlum. Að gömlum sið er velferðarnefnd hins vegar stútfull af kvenfólki.Leggöng: Menningarsaga Um helgina fór ég í bókabúð í London til að kaupa mér bókina Lean In: Women, work, and the will to lead sem geymir ráð um hvernig konur geta risið á toppinn í viðskiptaheiminum. Höfundur hennar, Sheryl Sandberg, er einn æðstu stjórnenda Facebook. Ég hélt rakleitt í „bissness“-deildina þar sem ég hafði svo oft handleikið bækur af svipuðum toga, svo sem testósterón-hlaðnar hugleiðingar Richards Branson um hvernig skal „meikaða“ í viðskiptum með því að „Screw it, let‘s do it“; eða eins og Donald Trump orðar það af sama hagleik og hann greiðir yfir skallann: „Think big and kick ass“. En hvergi bólaði á bókinni. Ég hafði uppi á starfsmanni í von um að eintak leyndist á lagernum. Jú, eitt stykki fannst í myrkasta skúmaskoti verslunarinnar, ekki þó á lagernum. Innan um bækur á borð við Hin vanaða kona og Leggöng: Menningarsaga lá Sandberg í lítilli hillu sem merkt var „kynjafræði“.Vandi jafnréttisbaráttunnar Tvö ár eru í að íslenskar konur fagni því að öld er síðan þær fengu kosningarétt. Af öllum þeim brýnu málefnum sem nota mætti 100 ára afmælið til er eitt öðrum mikilvægara. Staðsetningin á bók Sheryl Sandberg í bókaverslunum Bretlands lýsir í hnotskurn vandanum sem steðjar að jafnréttisbaráttunni árið 2013. Konur eru hornrekur. Jafnvel kona sem telst til farsælli viðskiptajöfra heims kemst ekki í hillu með karlkyns kollegum sínum heldur er gerð útlæg í rykfallna deild akademísks jaðarfags. Það er einmitt þetta hugarfar sem er kvenréttindabaráttunni helsti fjötur um fót. Of mörgum þykir „kvennamálin“ léttvægt. Gamanmál. Þeir sem baráttuna stunda eru úthrópaðir og málstaður þeirra dæmdur hugarburður. Um leið og ég óska landsmönnum til hamingju með kvenréttindadaginn vil ég hvetja samtök á borð við Kvenréttindafélag Íslands og Femínistafélagið til að skera upp herör gegn þessu aldagamla hugarfari svo að gera megi árið 2015 að árinu sem kvenréttindabaráttan rann saman við meginstrauminn, árinu sem jafnrétti kynjanna hætti að vera smámál úti á kanti og varð að samfélagsmáli sem varðar okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
„Ég gleðst yfir því að þú skulir liggja á spítala. Ég vona að þú kveljist uns þú deyrð, fábjáninn þinn. Þú átt ekki skilið að lifa og í ljósi gjörða þinna langar mig að svelta þig og berja þig í spað. Hvers vegna lætur fjölskyldan þín ekki loka þig inni á hæli?“ 4. júní 1913 hljóp kona að nafni Emily Davison í veg fyrir veðhlaupahest kóngsins á Derby-kappreiðunum á Englandi. Hún lést fjórum dögum síðar af sárum sínum. Emily var ein af súffragettunum sem börðust fyrir kosningarétti kvenna í Bretlandi. Var löngum talið að verknaðurinn hefði verið sjálfsvíg sem vekja átti athygli á málstað hreyfingarinnar. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að Emily hafi aðeins ætlað sér að hengja borða á hestinn með orðunum „kosningarétt handa konum“ en orðið óvart fyrir honum. Þar sem Emily lá á spítala og barðist fyrir lífi sínu barst henni fjöldi bréfa. Fæst þeirra voru hins vegar hefðbundnar óskir um góðan bata. Í umslögunum voru hatursbréf á við það sem lesa má hér að ofan og varðveitt er á Kvennabókasafninu í London.„Klikkuð í skallanum“ Í dag er kvenréttindadagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi en 98 ár eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Sumum kann að þykja óþarft að velta sér of mikið upp úr málefnum kynjanna af því tilefni því við Íslendingar erum jú heimsmeistarar í kynjajafnrétti samkvæmt úttekt World Economic Forum. Slíkt viðhorf byggist hins vegar á blindri bjartsýni. Fyrir skemmstu sótti landið heim vinnuhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna sem skoðaði stöðu kynjanna. Bráðabirgðaniðurstöður hópsins kveða á um að hér á landi, eins og annars staðar, sé víða pottur brotinn þegar kemur að jafnréttismálum. Af öllu því sem ekki hefur náðst fram í kvennabaráttunni er þó eitt sem vekur með mér mesta furðu. 100 árum eftir að Emily varð fyrir hesti kóngsins, 98 árum eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt, virðist viðhorf í garð þeirra sem berjast fyrir jafnrétti ekkert hafa breyst. Í lok síðasta árs var femínistinn Hildur Lilliendahl Viggósdóttir valin Hetja ársins af lesendum DV. Í athugasemdakerfi dv.is, neðan við frétt um viðurkenninguna, rigndi svívirðingum yfir Hildi sem minna óhugnanlega mikið á hatursbréfin sem Emily Davison barst þegar hún lá banaleguna: „Fólk hlýtur bara að sjá að það er einhver geðveila í gangi í kollinum á henni og því er það mitt álit og mín tillaga að hún verði sett í spennitreyju og lokuð inní bólstruðu herbergi.“ – „Ómerkileg trunta.“ – „Þessi er svolítið klikkuð í skallanum.“ – „Bilað fólk sem á að taka úr umferð.“ Erfitt er að segja til um hvers vegna femínistar eru svo illa liðnir. Dettur mér helst í hug að þeir sem svo rita telji einfaldlega að jafnrétti sé náð og krafta þeirra sé ekki lengur þörf. Nýjustu fréttir frá hinu háa Alþingi afsanna þó fljótt þá kenningu: Konur eru í miklum minnihluta í flestum fastanefndum Alþingis. Forsætisráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á málið en sagði það svo sem „skemmtilegra“ þegar hópar fólks samanstæðu af báðum kynjum. Ekki einu sinni Samfylkingin, sem hefur innan raða þingflokksins tvær konur sem gegnt hafa embætti fjármálaráðherra, skipaði konu í efnahags- og viðskiptanefnd sem upphaflega var aðeins samansett af körlum. Að gömlum sið er velferðarnefnd hins vegar stútfull af kvenfólki.Leggöng: Menningarsaga Um helgina fór ég í bókabúð í London til að kaupa mér bókina Lean In: Women, work, and the will to lead sem geymir ráð um hvernig konur geta risið á toppinn í viðskiptaheiminum. Höfundur hennar, Sheryl Sandberg, er einn æðstu stjórnenda Facebook. Ég hélt rakleitt í „bissness“-deildina þar sem ég hafði svo oft handleikið bækur af svipuðum toga, svo sem testósterón-hlaðnar hugleiðingar Richards Branson um hvernig skal „meikaða“ í viðskiptum með því að „Screw it, let‘s do it“; eða eins og Donald Trump orðar það af sama hagleik og hann greiðir yfir skallann: „Think big and kick ass“. En hvergi bólaði á bókinni. Ég hafði uppi á starfsmanni í von um að eintak leyndist á lagernum. Jú, eitt stykki fannst í myrkasta skúmaskoti verslunarinnar, ekki þó á lagernum. Innan um bækur á borð við Hin vanaða kona og Leggöng: Menningarsaga lá Sandberg í lítilli hillu sem merkt var „kynjafræði“.Vandi jafnréttisbaráttunnar Tvö ár eru í að íslenskar konur fagni því að öld er síðan þær fengu kosningarétt. Af öllum þeim brýnu málefnum sem nota mætti 100 ára afmælið til er eitt öðrum mikilvægara. Staðsetningin á bók Sheryl Sandberg í bókaverslunum Bretlands lýsir í hnotskurn vandanum sem steðjar að jafnréttisbaráttunni árið 2013. Konur eru hornrekur. Jafnvel kona sem telst til farsælli viðskiptajöfra heims kemst ekki í hillu með karlkyns kollegum sínum heldur er gerð útlæg í rykfallna deild akademísks jaðarfags. Það er einmitt þetta hugarfar sem er kvenréttindabaráttunni helsti fjötur um fót. Of mörgum þykir „kvennamálin“ léttvægt. Gamanmál. Þeir sem baráttuna stunda eru úthrópaðir og málstaður þeirra dæmdur hugarburður. Um leið og ég óska landsmönnum til hamingju með kvenréttindadaginn vil ég hvetja samtök á borð við Kvenréttindafélag Íslands og Femínistafélagið til að skera upp herör gegn þessu aldagamla hugarfari svo að gera megi árið 2015 að árinu sem kvenréttindabaráttan rann saman við meginstrauminn, árinu sem jafnrétti kynjanna hætti að vera smámál úti á kanti og varð að samfélagsmáli sem varðar okkur öll.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun